Umfjöllun um bogfimi í Höfuðlausn

Íslendingasögurnar geyma ýmsan fróðleik um bogfimi á víkingatímanum. Höfuðlausn er eitt þekktasta kvæðið sem birtist í Íslendingasögunum. Það er sagt ort af Agli Skallagrímssyni og birtist í Egilssögu.

Egill er sagður hafa ort þetta lofkvæði um Eirík blóðöxi til þess að reyna að bjarga lífi sínu með þeim hætti. Á þessum tíma var hann fangi Eiríks í Jórvík á Englandi. Kvæðið Höfuðlausn er merkilegt af ýmsum ástæðum. Hér verður þó aðallega fjallað um bogfimilýsingar í kvæðinu. En segja má að Egill hafi bjargað lífi sínu m.a. með því að hrósa Eiríki fyrir bogfimifærni hans.

Hluti af kvæðinu er ekki mjög skiljanlegt á nútímaíslensku t.d. hendingin:

Jöfur sveigði ý.
Flugu unda bý.

Jöfur þýðir höfðingi og er þar átt við Eirík blóðexi. “Jöfur sveigði ý” þýðir því: Eiríkur blóðexi dróg upp ýviðarboga.

“Unda bý” er skáldlegt heiti á örvum. Und þýðir væntanlega sár, “unda bý” er eitthvað sem býr til sár.

Þannig að hendingin:

Jöfur sveigði ý.
Flugu unda bý.

Þýðir á nútíma íslensku:

Eíkur dróg upp ýviðarboga og örvar flugu.

Egill býr til svona skáldlegt heiti fyrir örvar (“unda bý”) til þess að geta haft endarím í kvæðinu þ.e.a.s. látið línurnar enda á ý og bý svo þær rími.

Höfuðlausn er ort með runhendum hætti og er eitt elsta dæmið um notkun á endarími í íslenskum bókmenntum. Endarím er þegar línur í kvæði enda á t.d. ý og bý eða hræ og sæ eins og gert er í 15 erindi. Egill Skallagrímsson hefur líklega lært endarým á Englandi því það tíðkaðist þar á þeim tíma sem Egill er sagður hafa ort Höfuðlausn þegar hann var staddur í Englandi.

Bogfimilýsingarnar eru að finna í 14 og 15 erindi Höfuðlausnar og hljóða svo:

Beit fleinn floginn.
Þá var friðr loginn.
Var álmr dreginn.
Því var úlfr feginn.
Stóðst fólkhagi.
Gall ýbogi
að eggtogi.

Jöfur sveigði ý.
Flugu unda bý.
Bauð úlfum hræ
Eiríkr of sæ.

Á nútíma íslensku þýðir þetta væntanlega:

Fljúgandi spjót beit.
Þá var friður rofinn.
Bogi(gerður úr álmi) var spenntur.
Úlfur fagnaði því.
Herkænn foringi (væntanlega Eiríkur) varðist banvænu lagi.
Bogi(gerður úr ývið) gall við hátt í bardaganum.

Eiríkur konungur spennti ýviðarboga.
Örvar flugu.
Eiríkur bauð úlfum hræ
handan við haf.

Í stuttu mál er í kvæðinu verið að hrósa Eiríki blóðexi fyrir bogfimifærni hans.

Athygli vekur að tvær tegundir boga eru nefndar í kvæðinu þ.e.a.s. álmbogi og ýviðarbogi. Auk þess er athyglisvert að höfðinginn Eiríkur skuli nota ýviðarbogann sem hefur verið dýrari á víkingatímanum heldur en álmbogar þar sem álmtré eru mun algengari heldur en ýviðartré sem nothæf voru til bogagerðar.

Á víkingatímanum voru bogar sem voru gerðir úr álmi og ýviði vel þekktir. Á norðlægum slóðum vex ýviður einungis sem litlir runnar en ekki stór tré eins og sunnar í áflunni. Þannig hafa ýviðarbogar verið sjaldgæfari heldur en álmbogar og væntanlega ekki á færi annarra en höfðinga eins og Eiríks að eiga slíka boga í Jórvík á Englandi á víkingatímanum.

Álmbogi

Álmur er trjátegund sem er algeng í norðuvestur Evrópu. Álmur vex m.a. Íslandi og getur þessi trjátegund náð allt að 15 metra hæð hér á landi.

Elsti heili boginn sem varðveist hefur í heiminum er 5.000 ára gamall og er sá bogi gerður er úr álmi. Ekki er ólíklegt að þeir bogar sem voru á víkingatímanum hafi verið svipaðir þeim boga. Bogi þessi er kenndur við fundarstaðinn Hólmgarð í Danmörku.

Ýbogi

Samkvæmt kvæðinu var Eírkur blóðexi bogamaður sem notaði boga sem gerður var úr ývið. Ýviðar hefur verið notaður sem efni í boga frá fornu fari. Ýviður vex á Ísland en verður einungis litlir runnar hér á landi. Ýviður þarf heitara loftslag til þess að verða að nægilega stóru tré til þess að hægt sé að nýta viðin til bogagerðar. Í suður Englandi og sunnanverði Evrópu vex ýviðartré sem eru nægilega stór til þess að nýta í bogagerð. Ýviður er besta viðurtegundin sem hægt er að nota í boga sem gerður eru úr einni trjátegund.