Það er ekki oft sem leysa þarf útsláttarkeppni í bráðabana og enn sjaldgæfara að það þurfi að endurtaka bráðabana.
Það er nákvæmlega það sem gerðist í undanúrslitum á milli Sigríðar Sigurðardóttir og Elínar Ólafsdóttir á Íslandsmeistaramótinu á Sunnudaginn.
Sigga og Elín voru jafnar 5-5 við lok útsláttarkeppninnar. Til að ákvarða hver heldur áfram í keppninni er farið í bráðabana, báðir keppendur skjóta 1 ör og sú ör sem er nær miðju vinnur. Nema ef báðir keppendur skjóta 10 (hæsta skor) þá er skotið aftur.
Þið getið séð síðust 2 örvarnar hér með því að ýta á play takkannn
Elín og Sigga skutu báðar 10 á nákvæmlega sama stað og þurfti því að endurtaka bráðabanann.
Og eins og sjá má á seinni myndinni þá munaði ekki miklu á hver væri nær miðju en Sigga tók þetta með 10 og Elín var með 9. Sigga fór því í gull keppni og Elín í brons keppni Íslandsmeistaramótsins.
Eitthvað sem ég hafði ekki tíma til að skrifa um á meðan mótið var í gangi, en er eitthvað sem er það spennandi að fylgjast með og það sjaldgæft sem það gerist að ég varð að nefna það.