BF Boginn í Kópavogi með 9 af 12 Íslandsmeisturum í Bogfimi 2019

Venjulega fjöllum við ekki mikið um Bogfimifélagið Bogann í Kópavogi í okkar fréttum þar sem það er stærsta Bogfimifélag á Íslandi og almennt gert ráð fyrir því að og þeir taki venjulega flesta Íslandsmeistaratitla, slái flest Íslandsmet og meirihluti bogfimi landsliðsins sé úr BF Boganum.

Það eru um 550 manns skráðir í félagið um 60% af fólki sem stundar bogfimi á Íslandi er í BF Boganum. Þar af eru um 370 iðkendur.

En af því að við höfum fjallað minna um BF Bogann í Kópavogi hefur árangur félagsins kannski farið framhjá Kópavogsbúum, Kópavogsbæ og héraðssambandinu.

50% af skráningum á Íslandsmótið utanhúss 2019 voru úr Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi.

Félagið var stofnað í lok árs 2012 og er því að verða 7 ára gamalt seinna á þessu ári.

Þetta er í stuttu það sem ég man eftir af nýlegum afrekum úr BF Boganum.

4 af 6 Íslandsmeistaratitlum í opnum flokki Utandyra 2019 (síðustu helgi 20-21 Júlí)
5 af 6 Íslandsmeistaratitlum í opnum flokki Innandyra 2019
22 Íslandsmeistaratitlar í Ungmenna og Öldunga flokkum 2019
2 heimsmet 2019
2 Evrópumet 2019
Fleiri en 60 Íslandsmet á síðasta hálfa ári 2019 (um 2 í viku)
73% af Íslandsmetum í bogfimi eru slegin af BF Boganum 2019
1 af 7 Íslenskum keppendum á Evrópuleikunum 2019
1 af 5 Íslenskum keppendum á Paralympics 2016.
Íþróttamaður og kona ársins voru úr BF Boganum 2018, 2017 og 2016
2017 2 einstaklingsmedalíur og 3 liðamedalíur á Smáþjóðaleikum
Langur listi af alþjóðlegum medalíum en enginn Heimsmeistara eða Evrópumeistara titill enþá.
Top 10 á HM og EM í liðakeppni.
2 keppendur í top 100 á heimslista.
Ofl


Nói, Erla, Eowyn, Ewa og Astrid úr BF Boganum með allar medalíurnar á Veronicas Cup World Ranking Event 2019. Allir 14 keppendurnir í landsliðinu á mótinu voru úr BF Boganum.

Það að slá Íslandsmet er oft mikil fréttagrein í fjölmiðlum úr öðrum íþróttafélögum. Í BF Boganum er það þriðjudagur.. Félagið á einnig nokkra heimsþekkta íþróttamenn innan íþróttarinnar.

BF Boginn hefur enga aðstöðu til æfingar eða keppni í Kópavogi og hefur hinngað til ekki fengið neina aðstoð frá Kópavogsbæ og samskipti þar á milli hafa gengið illa frá stofnun félagsins 2012.

Það er eitthvað sem væri skemmtilegt ef þeir geta snúið við á árinu 2019 og að Bogfimifélagið Boginn fái inngöngu í SÍK (Samtök Íþróttafélagi í Kópavogi). Og vonandi fær BF Boginn æfingaraðstöðu utandyra í Kópavogi, þar sem flest alþjóðlegu afrekin eru utandyra gerir það líklega fátt en að ýta þeirra iðkenndum hærra 🙂