Stóra Núps meistarar árið 2019
Trissubogi : Alfreð Birgisson og Astrid Daxböck
Berbogi : Ólafur Ingi Brandsson og Birna Magnúsdóttir
Keppt verður í sveigbogaflokkum á morgun.
Hægt er að sjá heildarúrslit á ianseo.net
Fréttnæmt af mótinu
Alfreð Birgisson og Astrid Daxböck vörðu titlana sína frá því í fyrra en þau unnu bæði trissuboga flokkana 2018 og 2019.
Sveinbjörg gjörsamlega tortímdi báðum Íslandsmetunum í trissuboga kvenna 50+. Metið í undankeppni var áður 482 stig en Sveinbjörg skoraði 577 stig á mótinu!! Metið í útsláttarkeppni var 110 stig og Sveinbjörg skoraði 133 stig á mótinu.
Eowyn sló Íslandsmetið í trissuboga kvenna U16 undankeppni og útsláttarkeppni.
Metið í undankeppni var 667 og Eowyn átti það met frá Norðurlandameistaramóti Ungmenna 2018 en sló það á þessu móti með skorið 680 (sem er einnig 2 stigum hærra en U16 karla metið.)
Metið í útsláttarkeppni var 137 og Sky átti það síðan á Íslandsmótinu fyrr í sumar. Eowyn sló það á mótinu með því að slá Sky út 145-133 og eignaði sér metið aftur.
Daníel Ægisson og Eowyn slóu U16 metið í blandaðri liðakeppni með skorið 1307. Metið var 1241 stig í eigu Daníels og Agötu frá Íslandsmóti ungmenna í Júlí.
Sky keppti í fyrsta sinn undir sínu nafni,
Pétur Breki Sverrisson setti Íslandsmetið í berboga U16 karla en þetta var í fyrsta skipti sem hann keppti á móti.
Íslandsmet voru slegin í dag (sem við sáum).
- Eowyn M.A. MamaliasU16 trissubogi kvenna undankeppni
- Eowyn M.A. Mamalias U16 trissubogi kvenna útsláttarkeppni
- Daníel Ægisson og Eowyn M.A. Mamalias U16 trissubogi blönduð liðakeppni.
- Pétur Breki Sverrisson U16 berbogi karla undankeppni
- Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir 50+ trissubogi kvenna undankeppni
- Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir 50+ trissubogi kvenna útsláttarkeppni
Við viljum minna alla keppendurnar á að tilkynna metin sín í gegnum formið á bogfimi.is til bogfiminefndar ÍSÍ https://bogfimi.is/islandsmetaskra-i-bogfimi/