Stóra Núps Meistaramótið 2019 skráningu lýkur bráðum

Skráningu á Stóra Núps Meistaramótið lýkur bráðlega. Þeir sem skrá sig eftir 17 ágúst kl 18:00 þurfa að borga tvöföld keppnisgjöld.

Keppnisgjöldin eru 5.000.kr núna. 10.000.kr fyrir þá sem skrá sig eftir frestinn. Best að skrá sig sem fyrst.

Skipulagið er sett upp þannig að fólk geti komið, keppt og farið á sama degi og þurfi því ekki að bóka sér gistingu eða annað.

Laugardagurinn eru berboga og trissuboga flokkar, alveg frá undankeppni upp í gull keppni.

Sunnudagurinn eru sveigboga flokkar, alveg frá undankeppni upp í gull keppni.

Skráningu á mótið er hægt að finna hér.

Stóranúps Meistaramótið.

Skráningin verður opin svo lengi sem það er laust pláss í skipulaginu fyrir keppendur.

Keppnisfyrirkomulagið er smá undarlegt á þessu móti. Það er til að koma á móts við þá sem keppa í U18 og E50 flokkum í sveigboga svo að þeir geti slegið Íslandsmet á réttum vegalengdum og svo að allir aldursflokkar eigi meiri líkur á því að fá að keppa í útsláttarkeppni. Það er ástæðan fyrir því að það er í boði opinn flokkur 70 metrar og 60 metrar í sveigboga.

U16 flokkarnir eru allir að keppa á öðrum vegalengdum og því er í boði að keppa í U16 flokki á mótinu líka.

Þannig að mót sem allir geta keppt á.

Vonumst til að sjá sem flesta.

Þeir sem voru skráðir 9 ágúst.

Gummi Guðjónsson
Ásgeir Ingi Unnsteinsson
Rúnat Þór Gunnarsson
Þröstur Hrafnsson
Marín Aníta Hilmarsdóttir
Birna Magnúsdóttir
Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir
Albert Ólafsson
Astrid Daxböck
Astrid Daxböck
Ólafur Ingi Brandsson
Ólafur Ingi Brandsson
oliver robl

Upprunalega var skráningarfresturinn 10 Ágúst en þar sem skráningin opnaði frekar seint og skipulagið birt seint ákváðum við að gefa aðeins lengri frest fyrir skráningar og breyttum því í 17 Ágúst.