Astrid Daxböck, Ewa Ploszaj og Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir skipuðu liðið fyrir Ísland að þessu sinni. Í 8 liða úrslitum í gær mættust Ísland og Ítalía sem var í öðru sæti í undankeppni EM.
Ítölsku stelpurnar gáfu ekkert færi á sér í þessum leik og þær jöfnuðu heimsmetið í útsláttarkeppni trissuboga kvenna á móti Íslandi með skorið 237 á móti 217 hjá Íslensku stelpunum (240 er hámarks skor). Íslensku stelpurnar voru ekki að skjóta sitt besta en þó svo væri hefðu þær þurft að slá heimsmetið til þess að vinna Ítölsku stelpurnar í þessum leik.
Evrópumeistaramótið innandyra í bogfimi 2022 er haldið í Lasko í Slóveníu 14-19 febrúar. Að þessu sinni á þessum undarlegu kórónuveirufaraldurs tímum eru 30 þjóðir eru að taka þátt með 386 þátttakendur samtals.