Alfreð Birgisson, Albert Ólafsson og Gummi Guðjónsson skipuðu liðið fyrir Ísland að þessu sinni. Í 8 liða úrslitum í gær mættu strákarnir Frakklandi sem var sterkasta liðið á mótinu og voru efstir í undankeppni EM.
Það gekk ekki vel hjá Íslenska liðinu í 8 liða úrslitum á EM á móti Frakklandi. Gummi var illa staddur vegna veikinda og var því að skiptast á að skjóta tíur eða áttur og sjöur á milli umferða og Alfreð var einnig í vandræðum með skotin sín og var að skjóta lágt. Í síðustu umferðinni voru strákarnir loksins komnir á rétt strik og skutu 57 stig á móti 59 stigum hjá Frakkalandi.
En það er ekki nægilegt í trissuboga karla, þar þarf maður að vera fullkominn nánasta alltaf þar sem ekkert set system er í trissuboga eins og í sveigboga og berboga flokkum. Samanlagða skorið segir til um sigurvegara í trissuboga og því eru ein smávægileg mistök almennt nægileg til þess að tapa leik.
Frakkarnir skoruðu 238 af 240 mögulegum og gáfu Íslandi í raun ekkert tækifæri eftir að illa gekk í fyrstu þrem umferðum hjá Íslandi sem endaði með 213 stig og lægstu stig í 8 liða úrslitum mótsins í trissuboga.
Það má líka vera silly og hafa gaman af þessu. Ef maður hefur ekki gaman af því sem maður gerir er maður að gera það vitlaust eða maður á að finna sér eitthvað annað til að gera í lífinu.
Evrópumeistaramótið innandyra í bogfimi 2022 er haldið í Lasko í Slóveníu 14-19 febrúar. Að þessu sinni á þessum undarlegu kórónuveirufaraldurs tímum eru 30 þjóðir eru að taka þátt með 386 þátttakendur samtals.