Þorsteinn Halldórsson í Hrói Hetti í Hafnarfirði var að keppa í Dúbaí í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum 2-7 Mar 2024 á vegum Íþróttasambands Fatlaðra.
Mótið var bæði heimslista mót fyrir fatlað íþróttafólk og síðasta undankeppni um þátttökurétt á Paralympics (Ólympíumót Fatlaðra) og því í raun um að ræða tvö mót og því tvær niðurstöður.
Í undankeppnismótinu fyrir Paralympics (FQT) endaði Þorsteinn í 15 sæti í undankeppni mótsins og var nægilega hátt settur í undankeppni til þess að sitja hjá í fyrsta útslætti mótsins og fara beint í 32 manna úrslit. Þar mættust Þorsteinn og Alexandr Medvedev frá Kazakstan og úr varð æsi spennandi leikur. Þorsteinn byrjaði mjög illa í fyrstu umferð næstum 5 stigum undir, sem í trissuboga keppnisgreininni er nánast dauðadómur þar sem að menn ná nánast aldrei að vinna sig til baka úr slíkum mun til að vinna leik. Þorsteinn gerði sér hinsvegar lítið fyrir og tók tvær nánast fullkomnar umferðir og snéri nánast ómögulegum sigri í 1 stigs forystu í þriðju umferð. Strákarnir jöfnuðu svo fjórðu umferð og Þorsteinn því en með 1 stigs forystu. Í síðustu umferðinni gaf Þorsteinn svo mjög lítið færi á sér með því að skora 26 og Alexandr náði að notfæra sér það með 28 skori og snéri leiknum aftur við í 1 stigs sigur Alexandr 137-136. Þó að leikurinn hafi tapast þá var þetta ótrúlegur viðsnúningur á leiknum sem enginn hefði getað séð fyrir.
Þetta var síðasta undankeppni Paralympics í París 2024 og Þorsteinn náði því ekki að vinna þátttökurétt að þessu sinni. Það er en mögulegt að Þorsteinn fái boðssæti þar sem hann hefur náð lágmarkviðmiðum fyrir Paralympics sem er 650 stig, en ef svo verður kemur það ekki í ljós fyrr en stuttu fyrir leikana.
Á heimslista mótinu stóð Þorsteinn stóð sig vel í undankeppni mótana skoraði 660 stig og endaði 33 sæti í undankeppninni. Þorsteinn sat því hjá í fyrsta útslætti mótsins, en mætti svo Wiro Julin frá Malasíu í öðrum útslætti. Þar sigraði Wiro 140-134 og Þorsteinn var sleginn út og endaði í 33 sæti mótsins.