Þorsteinn endaði í 17.sæti á Paralympics 2016

Núna er útsláttarkeppninni á Paralympics (Ólympíumóti fatlaðra) lokið og úrslitin orðin skýr.

Þorsteinn endaði í 17. sæti eftir að hafa verið slegin út af Kevin Polish frá Bandaríkjunum 143 stig á móti 129 stigum.

Flottur árangur fyrir fyrsta skiptið sem Ísland hefur keppt á Paralympics, við tökum medalíu heim 2020 í Tokyo 😉

Steini ætti að hækka slatt á heimslista fatlaðra sem hægt er að fylgjast með á prófílnum hans á world archery https://worldarchery.org/athlete/17481/thorsteinn-halldorsson . Hann er í 81.sæti á listanum eins og staðan er þegar þetta er skrifað.

Hægt er að sjá heimslistann fyrir Para archery í heild sinni með því að fara inn á vefsíðuna https://worldarchery.org/world-ranking velja PARA logoið lengst til hægri og skoða Compound Men Open flokkinn, ýtið á more til að sjá lengra niður listann.

Hægt er að sjá loka niðurstöður á Ianseo.net eða á world archery svo eru flestar upplýsingarnar hérna fyrir neðan líka um framvindu mála í útsláttakeppninni, ásamt myndum sem við fundum og fréttagreinum um afrekið.

http://www.visir.is/thorsteinn-ur-leik/article/2016160919400

http://www.mbl.is/sport/frettir/2016/09/14/thorsteinn_ur_leik_i_bogfimi_2/

http://www.ruv.is/frett/thorsteinn-ur-leik-i-bogfiminni

http://ruv.is/frett/thorsteinn-eg-bara-skil-thetta-ekki

http://www.ifsport.is/read/2016-09-14/thorsteinn-hefur-lokid-keppni-jon-missti-naumlega-af-urslitum/

http://www.ifsport.is/read/2016-09-10/thelma-og-thorsteinn-hefja-leik-i-dag/

Compound Men Open 17
Paralympic Games (Para Archery: 9-16 September) Paralympic Games (Para Archery: 9-16 September)
World Archery (WA)
Rio de Janeiro (BRA), from 09-09-2016 to 17-09-2016
Paralympic Games (Para Archery: 9-16 September)
Compound Men Open
Rank
Name
Country
Qualification
1/16
1/8
1/4
1/2
Final
1 SHELBY Andre USA USA 669-12 143 138 136 139 144
2 SIMONELLI Alberto ITA Italy 678-7 137 140 143 146 143
3 MILNE Jonathon AUS Australia 672-9 143 137 139 138 145
4 AI Xinliang CHN PR China 668-14 143 138 142 144 142
5 KORKMAZ Bulent TUR Turkey 687-1 -Bye- 137 138
5 PAVLIK Marcel SVK Slovakia 681-6 141 140 138
7 HALL Michael GBR Great Britain 662-18 141 139 136
8 DE CASTRO Andrey BRA Brazil 661-20 140 142 135
9 AYGAN Erdogan TUR Turkey 663-17 143 137
9 CANCELLI Gianpaolo ITA Italy 670-11 146 134
9 FORSBERG Jere FIN Finland 672-10 141 136
9 MACQUEEN Nathan GBR Great Britain 681-5 144 133
9 NORI Hadi IRI IR Iran 685-3 136 134
9 POLISH Kevin USA USA 685-2 143 133
9 STUBBS John GBR Great Britain 676-8 139 129
9 STUTZMAN Matt USA USA 684-4 142 141
17 ANDERSON Shaun RSA South Africa 627-28 129
17 BONACINA Matteo ITA Italy 661-19 135
17 CAO Hanwen CHN PR China 666-16 142
17 CHAILINFAH Methasin THA Thailand 646-25 135
17 DUDKA Adam POL Poland 655-23 136
17 EVANS Kevin CAN Canada 656-22 128
17 HALLDORSSON Thorsteinn ISL Iceland 599-31 129
17 IMBODEN Martin SUI Switzerland 667-15 139
17 JOHANNESSEN Morten NOR Norway 648-24 136
17 LEE Ouk Soo KOR Korea 668-13 139
17 MEDVEDEV Alexandr KAZ Kazakhstan 641-26 121
17 PEREIRA Eric FRA France 640-27 136
17 RODRIGUEZ GONZALEZ Guillermo Javier ESP Spain 659-21 131
17 ROSARIO Ricardo PUR Puerto Rico 623-29 129
17 YUHAIZAM Yahaya MAS Malaysia 622-30 126

Þorsteinn úr leik

Sport

16:24 14. SEPTEMBER 2016

Þorsteinn er fyrsta íslenska bogfimiskyttan sem keppir á Ólympíumóti fatlaðra.
Þorsteinn er fyrsta íslenska bogfimiskyttan sem keppir á Ólympíumóti fatlaðra. VÍSIR/ERNIR
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Þorsteinn Halldórsson er úr leik í bogfimikeppninni á Ólympíumóti fatlaðra í Ríó.

Þorsteinn laut í lægra haldi fyrir Bandaríkjamanninum Kj Polish í 32-manna úrslitum.

Polish vann með 14 stigum, 143-129. Bandaríkjamaðurinn byrjaði mun betur en Þorsteinn náði sér betur á strik í síðustu tveimur settunum þar sem hann náði samtals 67 stigum af 70 mögulegum.

Þorsteinn hefur nú lokið leik í Ríó en hann er fyrsti íslenska bogfimiskyttan sem keppir á Ólympíumóti fatlaðra.

 

Þor­steinn úr leik í bog­fimi

Þorsteinn Halldórsson mundar bogann í Ríó.
Þor­steinn Hall­dórs­son mund­ar bog­ann í Ríó. Ljós­mynd/Sverr­ir Gísla­son

Þor­steinn Hall­dórs­son úr Bog­an­um er úr leik í bog­fimi á Ólymp­íu­mót­inu í Ríó, Para­lympics. Hann féll úr keppni í 32-manna úr­slit­um eft­ir tap fyr­ir mjög öfl­ug­um mót­herja, Kevin Pol­ish, frá Banda­ríkj­un­um.

Pol­ish gerði svo gott sem eng­in mis­tök í viður­eign­inni en þeir fengu fimmtán örv­ar hvor. Skutu þrem­ur þeirra í fimm lot­um. Sá banda­ríski hafði bet­ur 143:129

Þor­steinn gerði nokk­ur mis­tök snemma í viður­eign­inni en sýndi hvað í hon­um býr þegar á leið og skaut á við þá bestu í síðustu tveim­ur lot­un­um. Fékk þá ein­ung­is 9 og 10 stig. Fram­an af missti hann hins veg­ar ör niður í 6 stig og slíkt er ekki í boði gegn and­stæðingi eins og Pol­ish sem hélt áfram í 16-manna úr­slit.

Lot­urn­ar fimm fóru þannig: 24:27, 25:29, 23:29, 29:29 og 28:29.

Stig Þor­steins fyr­ir hverja ör fyr­ir sig voru eft­ir­far­andi: 9, 9, 6, 10, 7, 8, 8,8,7, 10,9,10, 9, 10, 9.

Þor­steinn er fyrsti Íslend­ing­ur­inn sem kepp­ir í bog­fimi á Para­lympics en eng­inn hef­ur held­ur keppt á Ólymp­íu­leik­un­um í grein­inni fyr­ir Íslands hönd. Þor­steinn hafnaði í 31. sæti í for­keppn­inni á laug­ar­dag­inn en Pol­ish í 2. sæti.

 

Þorsteinn úr leik í bogfiminni

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Þorsteinn Halldórsson féll úr leik í fyrstu umferð í bogfimi á Ólympíumóti fatlaðra í dag. Þorsteinn varð um leið fyrsti Íslendingurinn til að keppa í íþróttinni á Ólympíumóti.

Þorsteinn varð í 31. og neðsta sæti þegar keppendur skutu um uppröðun á laugardaginn. Hann þurfti því að mæta stigahæsta manninum í fyrstu umferð sem reyndist vera Bandaríkjamaðurinn Kevin Polish.

Þorsteinn stóð sig þó með mikilli prýði í þessari fyrstu útsláttarumferð. Keppendur fá 15 örvar til að skjóta í skífu, skotið er þremur örvum í einu í fimm umferðum. 10 stig fást fyrir að skjóta í miðjuna, 9 stig í næsta hring og svo koll af kolli.

Sá bandaríski byrjaði betur og náði fljótt forskoti sem Þorsteinn gat ekki unnið upp. Þorsteinn skaut 9-9-6 í fyrstu umferð, 10-7-8 í annarri, 8-8-7 í þriðju og í síðustu tveimur hitti hann best. 10-9-10 í fjórðu og 9-10-9 í fimmtu. Hann fékk 129 stig gegn 143 stigum Bandaríkjamannsins sem fór því áfram í 16 manna úrslit.

Þorsteinn: Ég bara skil þetta ekki

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Söguleg stund var í Ríó í gær þegar Þorsteinn Halldórsson varð fyrsti Íslendingurinn til að taka þátt í bogfimi á Ólympíumóti fatlaðra. Þorsteinn skaut þá um röðun keppenda fyrir fyrstu umferð. Sá efsti mætir þeim neðsta í fyrstu umferðinni og svo koll af kolli.

Það er skemmst frá því að segja að það gekk allt á afturfótunum hjá Þorsteini. Hann náði aðeins 599 stigum sem er langt undir hans meðaltali og varð hann í 31. og neðsta sæti. Þar sem keppendur eru 31 keppa 30 manns um að komast í 16 manna úrslit og þangað fer beint sá stigahæsti í gær.

Mótherji Þorsteins í fyrstu umferð verður því afar fær atvinnumaður í bogfimi fatlaðra, Bandaríkjamaðurinn Kevin Polish sem varð í 2. sæti með 685 stig. Polish er handalaus og skýtur af boganum með fætinum.

Þorsteinn var afar óhress með frammistöðu sína í viðtali við RÚV og sagðist hreinlega ekki skilja hvað fór úrskeiðis. Allt hafi gengið vel í undirbúningnum en þegar kom að alvörunni þá hafi fátt gengið upp hjá honum. „Ég bara skil þetta ekki en ljósi punkturinn er að ég er að fara að keppa við þann flottasta. En ég er ekki að fara að vinna hann. Ég veit það.“

Þorsteinn tryggði sig inn á Ólympíumótið á dramatískan hátt í sumar eða með síðustu örinni á móti í Tékklandi.

 

14238287_1307244999287249_5539313597044536369_n 14258163_1314055205272895_6495876638976945908_o 14291740_1317695701575512_7371972368712948184_n 14305438_1314055201939562_4617619075748591151_o 14333849_1317695728242176_8862881697867019336_n 14358677_1317695661575516_6105230531608083900_n 14358981_1317695681575514_1374732158478829843_n para16_a16_2813 para16_a16_2847 para16_a16_2854 para16_a16_2855 para16_a16_2877