Þórdís Unnur sigrar Aríönnu Rakel með naumum mun 137-136 í gull úrslitum U16 á Íslandsmóti Ungmenna

Þórdís Unnur Bjarkadóttir í Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi varð Íslandsmeistari í bogfimi U16 í trissubogaflokki kvenna á laugardaginn.

Þórdís vann Íslandsmeistaratitilinn í liðakeppni ásamt liðsfélaga sínum Aríönnu Rakel Almarsdóttir og þær slóu Íslandsmetið í U16 liðakeppni trissuboga kvenna. Aríanna tók parakeppnis titilinn ásamt liðsfélaga þeirra Magnúsi Darra Markússyni og þau slóu einnig Íslandsmetið í U16 trissuboga parakeppni. Ekki eru úrslita leikir í liða- og parakeppni á Íslandsmótum í U16/U18 flokkum og titlarnir því afhentir byggt á hæst skorandi liðum í undankeppni.

Þórdís mætti Aríönnu í úrslitum einstaklinga og leikurinn var mjög jafn og þær skipust á forskotinu en í og Aríanna var yfir fyrir síðustu lotuna 110-109. Mjög jafnt var í síðustu lotuni og útlit fyrir að mögulega þyrfti bráðabana til þess að ráða úrslitum, en Þórdís hafði þó betur 137-136 en dómari þurfti að ákvarða skorið á einni örinni sem var að snerta línuna á tíuni í síðustu umferðinni.

Kristjana Rebecca Reardon liðsfélagi þeirra tók bronsverðlaun á mótinu eftir að tapa fyrir Þórdísi Unnur í undanúrslitum mótsins 136-122.

Þetta eru allt stelpur sem eru að taka fyrstu skrefin íþróttinnni og mjög jafnt var milli þeirra þriggja (Þórdís, Aríanna og Kristjana) í undankeppni mótsins en þar var Aríanna efst með 524 stig. Þetta eru þrjár mjög efnilegar stelpur sem gæti myndað góðan grunn fyrir U18 landslið í framtíðinni í trissuboga kvenna.

Íslandsmót ungmenna innanhúss er haldið í tveim hlutum. Íslandsmót U16/U18 var haldið á laugardaginn 30. október og Íslandsmót U21 var haldið á sunnudaginn 31. október. Bæði mótin voru haldin í Bogfimisetrinu Dugguvogi 2 í Reykjavík.

Hægt er að finna frekari upplýsingar um mótið hér: