Þórdís Unnur Bjarkadóttir trissubogakona ársins 2024 yngst að ná titlinum

Þórdís Unnur Bjarkadóttir í BFB Kópavogi var valinn trissubogakona ársins 2024 hjá Bogfimisambandi Íslands.

Þórdís átti frábært ár í alþjóðlegri keppni. Hún var meðal 8 efstu í Evrópubikarmótaröð ungmenna sem gerir hana eina af 8 efnilegustu U21 trissuboga konum í Evrópu, þrátt fyrir að vera aðeins 16 ára og ætti í raun að vera að keppa í U18 flokki. En hún velur almennt að keppa í U21 til þess að geta skipað liði. Á NM ungmenna vann hún silfur í einstaklings og liðakeppni í U18 og munaði littlu að hún tæki annan Norðurlandameistaratitil sinn. Þórdís náði 6 sæti á World Series U21 í nóvember í Lausanne. Hún endaði í 9 sæti á EM U21 inni og 17 sæti á EM U21 úti, þar sem hún náði svo góðum árangri í undankeppni mótana að hún sat hjá í fyrstu útsláttarleikjum beggja Evrópumótana. Í liðakeppni á EM ungmenna endaði hún í 5 sæti innandyra og 6 sæti utandyra. Þórdís endaði einnig í 9 sæti á EM utandyra með meistaraflokks liðinu. Hún sló einnig nokkur Íslandsmet, vann nokkra Íslandsmeistaratitla og vann til verðlauna á nokkrum öðrum landsliðsverkefnum t.d. Evrópubikarmóti ungmenna og Bulgarian Open. Þórdís er einn iðnast keppandi Íslands með landsliðum.

Þetta er í fyrsta sinn sem Þórdís er valin trissubogakona ársins. Þórdís er 16 ára sem gerir hana yngstu konu sem hefur hreppt titilinn í sinni keppnisgrein.

Helsti árangur Þórdísar á árinu 2024:

  • 8 sæti Evrópubikarmótaröð U21
  • 9 sæti á EM U21 innandyra einstaklingskeppni
  • 5 sæti á EM U21 innandyra liðakeppni
  • 17 sæti á EM U21 utandyra einstaklingskeppni
  • 6 sæti á EM U21 utandyra liðakeppni
  • 9 sæti á EM utandyra liðakeppni
  • 33 sæti á EM utandyra einstaklingskeppni
  • Brons Evrópubikarmót U21 liðakeppni
  • 9 sæti Evrópubikarmót U21 einstaklingskeppni
  • 6 sæti Evrópubikarmót U21 blönduð liðakeppni
  • Gull Bulgarian Open einstaklingskeppni
  • 6 sæti World Series U21
  • Íslandsmeistari kvenna U18 utandyra
  • Íslandsmeistari kvenna U18 innandyra
  • Íslandsmeistari óháð kyni U18 utandyra
  • Íslandsmeistari óháð kyni U18 innandyra
  • Íslandsmeistari félagsliða U18 utandyra
  • Silfur Íslandsbikarmótaröð utandyra
  • 4 sæti Íslandsbikarmótaröð innandyra
  • 6 Íslandsmet U18
  • 3 Íslandsmet með landsliði
  • 1 Íslandsmet með félagsliði í meistaraflokki
  • (það vantar eitthvað inn í þennan lista en ég læt þetta duga)

Þórdís Unnur Bjarkadóttir í 5 sæti á EM

Þórdís Unnur Bjarkadóttir í 5 sæti á EM

Þórdís Unnur Bjarkadóttir í 5 sæti á EM

Þórdís Unnur Bjarkadóttir í 5 sæti á EM

Þórdís Unnur Bjarkadóttir í 5 sæti á EM

Þórdís Unnur Bjarkadóttir í 5 sæti á EM

Þórdís Unnur Bjarkadóttir í 5 sæti á EM