Þórdís Unnur Bjarkadóttir í 5 sæti á EM

Þórdís Unnur Bjarkadóttir úr BFB Kópavogi var að ljúka keppni á Evrópumeistaramóti U21 innandyra í Varazdin Króatíu þar sem hún endaði í 5 sæti í liðakeppni og 9 sæti einstaklingskeppni.

Þórdís komst áfram í útsláttarleiki liða og einstaklinga eftir undankeppni EM á þriðjudaginn. Þórdís skoraði nægilega hátt í undankeppni mótsins til að sitja hjá í fyrstu leikjum og fara beint í 16 manna úrslit.

Trissuboga kvenna U21 liðið, sem Þórdís var partur af, voru slegnar út í jöfnum og spennandi leik gegn heimaþjóðinni Króatíu í 8 liða úrslitum 219-221 Íslenska liðið endaði því í 5 sæti á EM og stelpurnar því ekki langt frá því að vera að keppa um verðlaun á EM. Á síðasta EM 2022 var trissuboga U21 lið kvenna einnig slegnar út í 8 manna úrslitum af Ítalíu og enduðu einnig í 5 sæti. Þeirra tími mun koma.

Í einstaklingskeppni trissuboga U21 á EM var Þórdís slegin út í 16 manna úrslitum af Chloe A’Bear frá Bretlandi 144-139 og Þórdís endaði því í 9 sæti í einstaklingskeppni trissuboga U21 á EM.

34 Íslenskir keppendur og 11 Íslensk lið voru skráð til keppni frá Íslandi í undankeppni Evrópumeistaramótsins sem var á þriðjudagin síðastliðinn. Þetta er stærsti hópur Íslands til dags á EM og því vægast sagt mikið sem er búið að ganga á í vikunni. EM var haldið 19-24 febrúar og Íslensku keppendurnir voru að lenda heima á Íslandi í gær.

Nánari upplýsingar um gengi annarra keppenda Íslands á EM er hægt að finna í fréttum á archery.is og bogfimi.is