Þórdís Unnur Bjarkadóttir úr Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi er Íslandsmeistari í trissuboga kvenna U16 annað árið í röð.
Þórdís vann einnig titilinn í liðakeppni með liðsfélaga sínum Aríanna Rakel Almarsdóttir og titilinn í parakeppni, en það var með liðsfélaga sínum Magnús Darri Markússon. Ekki er útsláttarkeppni í liða- eða parakeppni U16/U18 og því titlarnir afhentir þeim sem skora hæstu stig í undakeppni mótsins.
Íslandsmót ungmenna innanhúss var haldið í tveim hlutum. Íslandsmót U16/U18 var haldið laugardaginn 29. janúar og Íslandsmót U21 var haldið sunnudaginn 30. janúar. Bæði mótin voru haldin í Bogfimisetrinu, Dugguvogi 2 í Reykjavík.
Finna má heildarúrslit mótsins á vefsíðu skorskráningarkerfisins ianseo og horfa á öll úrslit úr mótinu á archery tv Iceland youtube rásinni.