Tekst Þorsteini að vinna sér sæti á Ólympíuleika fatlaðra?

Í næstu viku (3-10 júli) verður haldið loka úrtökumót fyrir Ólympíuleika fataðra í Tékklandi. Þorsteinn Halldórsson er eini keppandinn frá Íslandi sem tekur þátt í mótinu og mun hann fresta þess að reyna að vinna sér inn þátttökurétt á Ólympíuleika fataðra sem haldnir verður síðar í sumar í Tokyo.  Þorsteinn er eini íslendingurinn sem keppt hefur á Ólympíuleikum fataðra í bogfimi en það gerði hann á Ólympíuleikunum í Rió árið 2016.   

Þorsteinn er greinilega að æfa sig vel þessa daganna því að hann vann Íslandsmót öldunga í trissubogaflokki sem haldið var um síðustu helgi.  Vonandi mun Þorsteini takast að tryggja sér sæti á Ólympíuleika fatlaðra í Tokyó.  Frekari upplýsingar um loka úrtökumótið má finna hérna.