Sveinn Stefánsson

Þú heitir?
Sveinn Stefánsson

Við hvað starfaðu?
Sjálfstætt

Menntun þín?
Íþróttaþjálfari

Hvað ertu gömul/gamall og hvaða stjörnumerki ertu?

Fæddur 1967 og er Ljón 1. ágúst

Hvar býrðu og/eða hvaðan ertu?
Uppalinn í Hafnarfirði, bý í Reykjavík.

Uppáhalds drykkurinn?
Fer eftir tilefni, en Bayleys frá Spáni er ekki slæmur

Ertu í sambandi?

Hvað hefurðu stundað bogfimi lengi?
Síðan í Des 2015

Í hvaða bogfimifélagi ertu?
Freyju

Hver er þín uppáhalds bogategund?
Trissubogi

Hvaða boga ertu mest að skjóta núna, hvaða tegund og hvaða dragþyngd er hann osfrv?
Hoyt Ignite 38 pund. Fer svo í fullorðinsboga þegar ég verð orðin sterkur 🙂

Eftirminnilegasta atvikið í bogfiminni?
Kynnast öllu skrítna fólkinu sem vinnur í Bogfimisetrinu.

Hvað mætti gera betur í bogfimi á Íslandi?
Meiri kynning, td gefa gjafakort á útvarpstöðvarnar .þeir gera leiki í kringum það …góð auglysing .

Hvað er gert vel í bogfimi á Íslandi?
Bogfimi námskeiðin og persónulega fnnst mér Bogfimisetrið vera með flotta eigendur og starfsfólk … allir til í að aðstoða.

Hver er þinn helsti keppinautur?
Ég keppi bara við sjálfann mig 🙂 og ég vinn alltaf ef ég reyni  lengi…það bara tekur oft góðan tíma.

Hvert er markmiðið þitt?
Verða betri en Gummi á sveigboga og Gaui á trissuboga ….þá hætti ég og fer að æfa pílukast.

Um þig (lýstu þér sjálfum í nokkrum orðum, eins og til dæmis þinn besti árangur í bogfimi, hvað finnst þér skemmtilegt að gera eða borða eða hvað sem er sem lýsir þér)?
Þrjóskur með fullkomnunaráráttu, skemmtilegast er að vakna lifandi á morgnana.

Hvað er það nýjasta sem þú persónulega hefur lært í bogfimi í tækni (eða ertu að prófa núna)?
Allt nýtt. Ég er nýbyrjaður og er að læra allt.

Hvað er það nýjasta sem þú persónulega lært í bogfimi í stillingum á búnaði?
Gummi er búinn að dæla svo mikið af upplýsingum í mig á síðasta mánuði að ég veit ekki lengur hvað er nýtt og hvað er gamalt.

Eru einhver önnur skilaboð sem þú vilt koma til þeirra sem þetta lesa?
Drífðu þig í Bogfimisetrið. Þetta er eitt það skemmtilegasta sem hægt er að gera.