Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir keppti á Evrópuleikum öldunga síðustu helgi. Mótið var haldið í Torínó Ítalíu og um 10.000 keppendur voru skráðir til leiks í 30 íþróttum frá fjölmörgum þjóðum.
Evrópuleikar öldunga eru haldnir á 4 ára fresti svipað og Ólympíuleikar og Evrópuleikar. Mótið verður næst haldið í Finlandi en Heimsleikar öldunga (sem eru einnig haldnir á 4 ára fresti) verða næst haldnir í Kansai Japan.
Sveinbjörg skoraði 482 stig í undankeppni mótsins og bætti Íslandsmetið í trissuboga kvenna 50+ um 1 stig á mótinu.
Sveinbjörg átti gamla metið sem var 481 stig en það met var aðeins 3 vikna gamalt, Sveinbjörg sló það á Íslandsmeistaramótinu utanhúss í Júlí.
Sveinbjörg endaði í 19 sæti í undankeppni og lenti því á móti DE SAN MACARIO Sã frá Spáni sem var í 14 sæti í undankeppni.
Ekki byrjaði útslátturinn vel fyrir Sveinbjörgu á móti þeirri Spænsku, í annari umferðinni slóst strengurinn í armhlífina hjá henni og fór framhjá skotmarkinu. Sveinbjörg náði sér á strik í síðustu 2 umferðunum skoraði mun betur en sú Spænska og náði að saxa 5 stig af forskotinu. En það var ekki nóg og Sveinbjörg tapaði því 124-110.
Sveinbjörg endaði í 17 sæti í trissuboga kvenna 50+ á mótinu.
Monica Finessi frá Ítalíu vann trissuboga kvenna 50+ á móti landa sínum Emanuela Castagneri og Fatima Agudo Garcia frá Spáni tók brons á móti Annelie Andersson frá Svíþjóð. (þess má geta að Monica sem vann gullið tók silfur á Evrópumeistaramótinu í opnum flokki 2016 þrátt fyrir aldur.)