Sveigboga kvenna liðið í 9 sæti á EM í bogfimi

Astrid Daxböck, Valgerður Einarsdóttir Hjaltested og Guðný Gréta Eyþórsdóttir skipuð lið Íslands.

Í 16 liða úrslitum í gær mættu þær sveigboga kvenna liði Moldovu sem var í 8 sæti í undankeppni EM.

Stelpurnar frá Moldóvu unnu fyrstu tvær umferðirnar af öryggi 48-57 og 56-50. Síðasta umferðin var jafnari 54-50 en ekki nóg, Íslensku stelpurnar töpuðu því í 16 liða úrslitum og enduðu í 9 sæti á EM.

Evrópumeistaramótið innandyra í bogfimi 2022 er haldið í Lasko í Slóveníu 14-19 febrúar. Að þessu sinni á þessum undarlegu kórónuveirufaraldurs tímum eru 30 þjóðir eru að taka þátt með 386 þátttakendur samtals.