Oliver Ormar Ingvarsson, Haraldur Gústafsson og Gummi Guðjónsson skipuðu liðið fyrir Ísland.
Strákarnir okkar enduðu á móti Úkraínu í 16 liða úrslitum og leikurinn byrjaði nokkuð jafn. Í fyrstu umferðinni var skorið 58-56 og staðan því 2-0 fyrir Úkraínu. Úkraínska liðið gaf nánast ekkert færi á sér og skaut 58 og 59 af 60 mögulegum stigum í næstu tveim umferðum og leiknum lauk því með 6-0 tapi Íslands.
Upprunalega átti Dagur Örn Fannarsson að skipa liði Íslands á EM en því miður greindist hann með kórónuveiruna deginum áður en flugið var á mótið. Ragnar Þór Hafsteinsson var varamaður en þar sem þetta kom upp með svo skömmum fyrirvara náði hann ekki að fá frí úr vinnu til að komast á mótið. Gummi fyllti því í liðið þrátt fyrir að vera illa staddur heilsulega séð og ekki æfður fyrir mótið og dró hann því liðið niður í seinni tveim umferðunum. Þó að það sé ekki mikið hægt að gera þegar að andstæðingarnir skjóta nánast fullkomið skor í hverri umferð. Haraldur og Oliver skutu flottar umferðir gegn Úkraínu.
Til samanburðar um erfiðleikastigið á EM að þessu sinni er hægt að vísa til þess að Tyrkneska liðið datt einnig út í 16 liða úrslitum og endaði jafnt Íslandi í 9 sæti, en Mete Gazoz í því liði vann meðal annars gull verðlaun á Ólympíuleikunum í Tókýó.