Utandyra “tímabilið” er að hefjast og fyrsta mótið er Stóri Núpur mótaröðinni 28 maí (skráningar frestur til 21 maí).
Hægt er að finna skráningu á mótin í mótaröðinni hér. Endlega hvetjið sem flesta til að taka þátt og skrá sig snemma.
Mótin verða með svipuðu sniði og Stóra Núps mót fyrri ára.
Keppt verður í berboga, trissuboga og sveigboga flokkum karla og kvenna. (Langbogar sem vilja nota tækifærið og æfa sig fyrir Íslandsmeistaramótið utandyra geta keppt í áhugamannaflokki í berboga, það er sama fjarlægð og skífustærð)
Valmöguleiki verður að keppa í opnum flokki, áhugamannaflokki eða U16 flokki, þannig að fyrsta mótið í maí í Stóri Núpur mótaröðinni er fullkomið fyrir alla s.s.:
- þá sem eru að taka þátt í fyrsta sinn utandyra og vilja byggja upp smá reynslu á afslöppuðu móti
- þá sem eru að undirbúa sig fyrir erlend mót
- eða þá sem vilja hrista af sér utandyra ryðið á fyrsta utandyra mótinu 2022.
Nánari upplýsingar er hægt að finna í skráningu mótsins hér.
https://archery.is/events/stori-nupur-motarodin-2022-mot-1/