Ísland mun eiga 32 þátttakendur á Evrópumeistaramóti innandyra í bogfimi í Samsun Tyrklandi 14-19 febrúar 2023.
Þetta verður stærsti hópur sem BFSÍ hefur sent á EM til dags og fyrsta sinn sem Ísland skipar fullu liði í öllum keppnisgreinum fullorðinna á EM innandyra eftir að berboga var bætt við sem keppnisgrein á EM innandyra 2022.
Hópurinn fer frá Íslandi eftir mánuð 11 febrúar, stoppar eina nótt í Danmörku áður en næstu tvö flug taka hópinn til Istanbul og svo þaðan til Samsun.
Samtals eru 33 skráðir til keppni frá Íslandi, en í raun eru það 28 einstaklingar þar sem fimm keppendur eru að keppa í tveim keppnisgreinum. Einnig eru 4 aðrir fylgdarmenn að fara, semsagt samtals 28 keppendur, 32 þátttakendur, 33 keppnis skráningar eða 37 skráningar í heild, eftir því hvernig það er talið.
- 3 keppendur úr BF Hróa Hetti í Hafnarfirði
- 5 keppendur úr ÍF Akri á Akureyri
- 20 keppendur úr BF Boganum í Kópavogi
Keppendur Íslands eru:
Sveigbogi karla:
- Georg Elfarsson – Akur
- Oliver Ormar Ingvarsson – Boginn
- Gummi Guðjónsson – Boginn
Sveigbogi kvenna:
- Rakel Arnþórsdóttir – Akur
- Astrid Daxböck – Boginn
- Valgerður E. Hjaltested – Boginn
Trissubogi karla:
- Alfreð Birgisson – Akur
- Albert Ólafsson – Boginn
- Dagur Örn Fannarsson – Boginn
Trissubogi kvenna:
- Ewa Ploszaj – Boginn
- Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir – Boginn
- Matthildur Magnúsdóttir – Boginn
Berbogi karla:
- Izaar Arnar Þorsteinsson – Akur
- Sölvi Óskarsson – Boginn
- Sveinn Sveinbjörnsson – Boginn
Berbogi kvenna:
- Birna Magnúsdóttir – Boginn
- Astrid Daxböck – Boginn
- Guðbjörg Reynisdóttir – Hrói Höttur
Sveigbogi U21 karla:
- Máni Gautason – Akur
Sveigbogi U21 kvenna:
- Marín Aníta Hilmarsdóttir – Boginn
- Halla Sól Þorbjörnsdóttir – Boginn
- Melissa Tanja Pampoulie – Boginn
Trissubogi U21 karla:
- Ragnar Smári Jónasson – Boginn
- Magnús Darri Markússon – Boginn
Trissubogi U21 kvenna:
- Anna María Alfreðsdóttir – Akur
- Freyja Dís Benediktsdóttir – Boginn
- Eowyn Marie Mamalias – Hrói Höttur
Berbogi U21 karla:
- Máni Gautason – Akur
- Ragnar Smári Jónasson – Boginn
- Auðunn Andri Jóhannesson – Hrói Höttur
Berbogi U21 kvenna:
- Heba Róbertsdóttir – Boginn
- Freyja Dís Benediktsdóttir – Boginn
- Eowyn Marie Mamalias – Hrói Höttur
Nokkrir punktar um EM:
- Keppt er í tveim aldursflokkum: fullorðinna (opnum flokki) og U21 flokki. (Ekki er leyfilegt að keppa í báðum aldursflokkum á sama móti.)
- Keppt er í þremur bogaflokkum, sveigboga, trissuboga og berboga. (Leyfilegt er að keppa í mörgum bogaflokkum og 5 keppendur frá Íslandi úr þremur íþróttafélögum eru að keppa í tveim bogaflokkum)
- Keppt er í einstaklingskeppni og liðakeppni. Lið samanstendur af þremur keppendum í sama bogaflokki og kyni.
- Keppt er í tveim kynjum: karla og kvenna (BFSÍ hefur náð samkomulagi við heimssambandið WA eftir sniðmáti BFSÍ að kynsegin sé heimilt að keppa í karla eða kvenna eftir því sem þeir velja, þar til IOC gefur út sín viðmið fyrir kynsegin íþróttafólk og þá er líklegt að WA muni fylgja þeim viðmiðum. Engin kynsegin er að keppa með landsliði á þessu móti eða áætlaður til keppni árið 2023 en möguleiki fyrir slíkt er til staðar í framtíðinni.)
- Hver af 50 aðildarþjóðum World Archery Europe mega skrá þrjá til þátttöku í hvern bogaflokk, aldursflokk og kyn, samtals 18 fullorðna og 18 U21. Almennt taka 30-45 af 50 Evrópuþjóðum þátt á EM í markbogfimi (Rússland og Belarús er þó meinuð þátttaka vegna innrásar sinnar í Úkraínu).
- Ísland er með fullt lið í öllum greinum nema U21 sveigboga karla og U21 trissuboga karla.
- Af 28 keppendum Íslands eru sex að taka þátt í sínu fyrsta erlenda landsliðsverkefni. Fjórir af þeim sex nýju eru að keppa í berboga, en berboga var bætt við sem keppnisgrein á EM innandyra í fyrsta sinn árið 2022.
- 13 af 28 eru að taka þátt í sínu fyrsta HM/EM. 7 af 18 keppendum í fullorðinsflokki eru að taka þátt í sínu fyrsta A-landsliðsverkefni (s.s. EM) og 5 af 11 í U21 flokki eru að taka þátt í sínu fyrsta B-landsliðsverkefni (s.s. EM ungmenna).
- Þetta EM verður fyrsta landsliðsverkefni BFSÍ þar sem sjúkraþjálfari (Þórhallur Guðmundsson) mun fylgja liðinu í landsliðsverkefni.
Við spáum góðum árangri og að Ísland taki verðlaun í fyrsta sinn á HM/EM á þessu Evrópumeistaramóti í einhverri keppnisgrein, mögulega fleiri en ein verðlaun (það má vona), en Ísland var ekki langt frá því að vinna til verðlauna á EM innandyra í Slóveníu 2022 í opnum flokki (fullorðinna) og U21 flokki.
Hópurinn samanstendur af keppendum og liðum sem eru líkleg til þess að komast hátt á mótinu s.s. í úrslit eða að keppa til verðlauna. En einnig eru einstaklingar í hópnum sem eru að keppa til þess að byggja upp reynslu sem lýstu yfir áhuga á því að fá að keppa á mótinu og Íþróttastjóri BFSÍ valdi þá til keppni sem hann taldi við hæfi sem lýstu yfir áhuga í samræmi við reglur, stefnur og viðmið BFSÍ, og lagði lista af áætluðum þátttakendum í landsliðsverkefnum fyrir stjórn BFSÍ sem samþykkti hann á stjórnarfundi 28 október.
Við teljum líklegt að konur muni ná meiri árangri en karlar, þar sem Íslensku stelpurnar eru frekar sterkar. Það sást vel í Bikarmótaröð BFSÍ sem er kynlaus keppni þar sem konur tóku næstum titlana í öllum þrem keppnisgreinum (endaði 2-1 fyrir konum).
Þetta verður einnig kostnaðarmesta landsliðsverkefni BFSÍ til dags en heildarkostnaður verkefnisins er yfir 10 milljónir! En kostnaður verkefnisins er að mestu borinn af keppendum.
Aldurbil keppenda er einnig óvenjulega vítt að þessu sinni og er sá elsti sem keppir í opnum flokki (fullorðinna) 77 ára (næstum 20 árum eldri en næst elsti) og yngsti sem keppir í U21 flokki er 12 ára (en móðir hans er einnig að keppa í fullorðins flokki). Í báðum tilfellum er það yngsti og elsti keppandi sem hefur keppt í nokkru landsliðsverkefni fyrir BFSÍ í sögu íþróttarinnar. Enda kannski ekki oft sem einstaklingar á þessum aldri eru að keppa á afreksstigi.
Þau lið sem teljast líklegast til verðlauna eru:
- Berboga kvenna liðið
- Berboga karla liðið
- Berboga U21 kvenna liðið
- Berboga U21 karla liðið
- Trissuboga kvenna liðið
- Sveigboga U21 kvenna liðið
Helstu einstaklingar sem er helst vert að fylgjast með eru (án þess að draga úr getu og möguleikum annarra sem eru keppa á mótinu sem gætu allir staðið sig vel og illgeranlegt að telja alla upp):
- Guðbjörg Reynisdóttir (var í 5 sæti EM í fyrra)
- Anna María Alfreðsdóttir (var í 4 sæti EM U21 í fyrra)
- Marín Aníta Hilmarsdóttir (fyrsta sinn á EM U21 inni, en er í 3 sæti á IWSO U21 heimslista sem stendur)
- Heba Róbertsdóttir (fyrsta sinn á EM U21 en hæsta skor hennar 2022 var nálægt Evrópumetinu í U18)
- Freyja Dís Benediktsdóttir (hæsta skor hennar var ekki langt frá Evrópumetinu í U18 og hún var í 5 sæti með U21 liðinu 2022 innandyra og utandyra)
En svo eru spár bara ágiskanir þar til keppni er lokið og niðurstöður liggja fyrir 🙏
Þetta er töluverður hópur sem er að fara og mjög mikið að gerast á stuttum tíma, margir að keppa á sama tíma og næstum aldrei tækifæri til þess að skrifa frétt áður en næsta keppni hefst á meðan mótið er í gangi. Því verður erfitt að fjalla ítarlega um alla keppendur, lið og úrslit mótsins á meðan á því stendur. En við munum gera okkar besta að reyna að miðla því helsta og útbúa efni á meðan á mótinu stendur. En svo verða ítarlegar fréttaskriftir um gengi okkar keppenda eftir að mótinu lýkur.
ÁFRAM ÍSLAND 🏹🎯🎉