Þetta er í fyrsta sinn sem bogfimi er partur af Smáþjóðaleikunum.
Bogfimi var valin sem viðbótargrein af San Marínó á þessa smáþjóðaleika.
Ísland hefur frekar nýlega byrjað að taka þátt í alþjóðlega bogfimiheiminum og því ekki hægt að búast við því að við tökum allar medalíurnar á þessum leikum, enda eru Kýpur og Lúxemborg taldar vera sterkustu þjóðirnar á leikunum í bogfimi. En við erum þjóðin sem er að stækka hraðast í bogfimi og erum búin að vekja alþjóðlega athygli fyrir stækkunina og hvernig við höfum farið að því.
Upprunalega gerðum við ráð fyrir því að vera með lið í öllum greinum, það eru 3 manneskjur í lið og við sendum 3 sveigboga karla, 3 sveigboga konur, 3 trissuboga karla og 3 trissuboga konur. En liðkeppni sveigboga kvenna og trissuboga kvenna var felld niður vegna lágrar þáttöku, það voru aðeins 3 af 9 þjóðum sem skráðu lið í þá flokka (bömmer fyrir okkur af því að Íslands var líklegasta þjóðin til að taka Gull í trissuboga kvenna liðakeppni 😉 hinar þorðu bara ekki að mæta hehe).
Ísland mun senda 10 einstaklinga eða samtals 12 keppendur semsagt hámarks kvótann á mótið. (2 keppendurnir keppa í báðum flokkum)
Keppt er í 2 bogaflokkum, trissuboga og sveigboga, og svo í kvenna og karla flokkum.
En til að kynna ykkur aðeins fyrir keppendunum.
Sveigboga Karla liðið samanstendur af:
Sigurjón Atli Sigurðsson: Sigurjón á bæði Íslandsmetið innanhúss og utanhúss. Hann hefur unnið marga Íslandsmeistaratitla og hefur keppt þó nokkrum sinnum fyrir Ísland á alþjóðlegum mótum. Þar á meðal keppti hann á Evrópuleiknum 2015 í Baku. Sigurjón lenti einnig í útsláttarkeppni á Evrópumeistaramótinu 2016 við keppandann sem telst líklegastur til að vinna Gull á smáþjóðaleikunum Jeff Henckels frá Lúxemborg. Þar sem Sigurjón sigraði tvöfalda ólympíufarann 6:0 og verður því spennandi að sjá hvort að hann getur leikið það eftir og tekið Gullið heim fyrir Ísland. Sigurjón er án vafa besta von Íslands um Gull í Sveigboga karla á þessu móti. Við hjá archery.is vonum að hann reyni að ná sæti aftur fyrir Ísland á Evrópuleikana 2019 og Ólympíuleikana 2020 í framtíðinni.
Guðmundur Örn Guðjónsson: Er vel þekktur erlendis og hérlendis fyrir mjög undarlegann og einstakann skotstíl. Hann er reyndasti keppandinn af Íslendingunum þar sem hann keppir reglulega fyrir Íslands hönd og verður þetta 4 alþjóðlega mótið hans á þessu ári. Guðmundur keppir bæði í trissuboga og sveigbogaflokki á þessu móti eins og hann gerir á flestum erlendum mótum. Hann ferðast almennt með kærustunni sinni Astrid (nefnd hér fyrir neðan) sem er einnig að keppa á mótinu og keppir einnig í báðum boga flokkum. Þau fara almennt saman á alþjóðleg mót og hafa náð að hækka Ísland töluvert á heimslistanum hinngað til í blandaðri liðakeppni. Gummi slasaði sig á fingri á draghendi fyrr í sumar og þurfti að breyta gripi sínu á strengnum stuttu fyrir mótið og því óvíst hvernig honum mun ganga á mótinu.
Haraldur Gústafsson: Haraldur er að taka þátt í sínu öðru alþjóðlega móti og í sínu fyrsta alþjóðlega móti utanhúss. Hann keppti fyrst fyrir Íslands hönd á Heimsbikarmótinu innanhúss í Marrakesh í Marrakó árið 2014. Haraldur er að austan og keppir fyrir SKAUST (skotfélag austurlands). Hann hefur verið að æfa sig stíft og var þriðja hæsta skorið á Íslandsmeistaramótinu utanhúss 2016, það verður spennandi að sjá hvað hann hefur hækkað í skori síðan þá 🙂 Haraldur er einnig mjög íslenskur (víkingalegur) í útliti og við vonum að hann geti notfært sér það og urrað mótherjana til að sigra þá andlega. En það mun líklega ekki gerast þar sem hann er alltaf brosandi og allt of góðhjartaður til þess. Mundu að bera á þig sólarvörnina í San Marínó. Ef þið sjáið hann út á götu faðmið hann (skeggið er mjúkt 😉
Sveigboga Kvenna liðið samanstendur af:
Astrid Daxböck: Hefur næst mesta reynslu af alþjóðlegum mótum úr Íslenska liðinu og er hæst Íslendingana á heimslistanum. Hún er í top 100 á heimslistanum í trissuboga og top 200 í sveigboga. Í síðustu keppni (European Grand Prix í Póllandi) átti hún frábærann útslátt í sveigboga við Rússneska stelpu sem endaði í jafntefli og þurfti að skjóta einni ör til að ákvarða sigurvegarann. Rússneska stelpan skaut 10 stig en Astrid lét það ekki hafa áhrif á sig negldi örinni sinni í X-ið sem er miðjan á tíuni, þar sem örinn hennar var nær miðjuni (eða í miðjuni) á skífuni vann hún þann útslátt. Astrid er Austurríks að uppruna en er búin að búa á Íslandi í rúmlega 10 ár og ætlar sér að sækja um ríkisborgararétt á þessu ári þar sem eitt af markmiðum hennar að reyna að ná sæti á Evrópuleika og Ólympíuleika fyrir Ísland á næstu árum. Á sama móti var hún í 8 sæti í blandaðri liðakeppni með Ragnari Þór Hafsteinssyni sem kom Íslandi í top 50 á heimslista í þeirri keppnisgrein.
Sigríður Sigurðardóttir: Sigga er að keppa á sínu þriðja alþjóðlega móti, hún keppti fyrir Íslands hönd á Heimsmeistaramótinu í Danmörku árið 2015 og á Heimsbikarmótinu í Marrakesh sama ár þar sem hún var í 17.sæti. Hún er dugnaðarsöm og langar alltaf að gera betur. Ef hún myndi skora íslandsmet eða heimsmet myndi hún segja “ahh ég gæti samt gert betur”. Slíkt hugarfar hefur haldið Siggu við efnið og hún hefur æft eins og skepna fyrir mótið, ókosturinn við það hugarfar er að hún setur gífurlegar væntingar til síns skors og árangurs og það er mikil pressa til að standa undir. Ekkert vera að hafa áhyggjur af þessu Sigga mín, skjótu bara það besta sem þú getur og reyndu að hafa gaman af mótinu, við höldum öll með þér og elskum þig sama hvernig þér gengur :). Sigga var einnig Íslandsmeistari 2015.
Guðný Gréta Eyþórsdóttir: Guðný er að keppa á sínu fyrsta alþjóðlega móti og er úr sama íþróttafélagi (SKAUST) og Haraldur hér fyrir ofan. Hún var með 3 hæstu konunum á Íslandsmeistaramótinu utanhúss 2016 og vann Íslandsmeistaratitilinn á Íslandsmótinu innanhúss í mars á þessu ári. Það verður spennandi að sjá hvernig henni gengur á sínu fyrst alþjóðlega móti. Ekkert stress, Bara hress.
Trissuboga Karla liðið samanstendur af:
Guðjón Einarsson: Guðjón er stærsta von Íslendinga um að ná einstaklings gulli á smáþjóðaleiknum í trissuboga karla. Guðjón er reyndur keppandi og hefur keppt á mörgum mótum fyrir Íslands hönd. Hann er hæsti Íslenski maðurinn á heimslistanum í 122 sæti eins og er og mun mögulega skríða upp í top 50 á evrópulistanum bráðlega. Guðjón keppti síðast fyrir Ísland á European Grand Prix í Póllandi í Apríl á þessu ári þar sem hann sló Íslandsmetið í trissuboga karla 673 stig af 720 mögulegum (sem er líka jafnt kvenna metinu sem fer mikið í taugarnar á honum ;). Á því móti tók Guðjón sig til og lenti í 9 sæti í einstaklingskeppni eftir að hafa skotið óvart ör á vitlaust skotmark í síðasta útslættinum sínum. Hann lenti einnig í 9 sæti í liðakeppni og 8 sæti í blandaðri liðakeppni á sama móti sem lyfti Íslandi upp á heimslista í þeim flokkum. Gilles Seywert vinur okkar frá Lúxemborg myndi teljast líklegasti keppandinn til að vinna Gullið á Smáþjóðaleikunum, hann var að keppa á sama móti og var jafn Guðjóni í 9.sæti. Það verður því spennandi að sjá hvor þeirra hefur sigurinn á smáþjóðaleikunum Guðjón VS Gilles.
Carsten Tarnow: Er Danskur að uppruna og var Landsliðsþjálfari Danmerkur fyrir nokkrum áratugum þar sem hann þjálfaði meðal annars Martin Damsbo sem er meðal 10 bestu Trissuboga mann í heiminum í dag. Hann hefur búið á Íslandi í rúman áratug og hefur keppt fyrir Ísland síðan árið 2015 þegar hann keppti á heimsmeistaramótinu í sínu fyrrum heimalandi Danmörku. Carsten náði glæsilegum árangri á Íslandsmótinu utanhúss 2016 þar sem hann skaut í útsláttarkeppninni 147 stig af 150 mögulegum, skor sem hefði auðveldlega slegið flesta af bestu mönnum í heimi úr keppni. Við verðum spennt að fylgjast með hvort að hann haldi því ekki áfram og negli eina medalíu fyrir Ísland á mótinu.
Guðmundur Örn Guðjónsson: Er einnig nefndur hér fyrir ofan þar sem hann keppir einnig með sveigboga liðinu.
Trissuboga Kvenna liðið samanstendur af:
Helga Kolbrún Magnúsdóttir: Helga er líklega besta von Íslands um að ná Gullinu heim fyrir Ísland á smáþjóðaleikunum. Helga er nýlega komin af World Master Games sem var haldið á Nýja Sjálandi þar sem hún tók 4 Gull heim í tvemur Vallarkeppnum, innandyra og Utandyra keppninni (semsagt öll Gullin sem hún gat tekið). Hún keppti einni stuttu áður en það mót var á Australian Open þar sem hún tók Gull í liðakeppninni og var með þriðja hæsta skorið á mótinu (sem var einnig Íslandsmet 673 stig í trissuboga kvenna). Hún er margfaldur Íslandsmeistari og margföld Íþróttakona árins. Hún keppti einnig um Brons á heimsbikarmótinu í Marrakesh 2014 sem var fyrsta alþjóðlega mótið sem hún tók þátt í fyrir Ísland. Strax eftir að Smáþjóðaleikunum er lokið þá flýgur hún beint á annað mót með Gumma og Astrid. Sem er Heimsbikarmótið í Antalya í Tyrklandi.
Margrét Einarsdóttir: Er formaður (forkona) bogfiminefndarinnar og liðsstjóri í bogfimi á smáþjóðaleiknum. Hún var með í trissuboga kvenna liðinu sem lenti í 9.sæti á Evrópumeistaramótinu 2016 í Nottingham Englandi (með Astrid og Helgu). Hún keppti einnig fyrir Íslands hönd á heimsmeistarmótinu í Kaupmannahöfn 2015 og er þetta því þriðja alþjóðlega mótið hennar. Margrét hefur ekki haft gífurlegann tíma til þess að æfa sig þar sem það eru mörg verkefni sem hún þarf að vinna sem liðsstjóri og sem formanneskja bogfiminefndarinnar. Hún var samt sem áður með annað hæsta skotið á Íslandsmótinu utanhúss 2016 sem var forkeppni fyrir Smáþjóðaleikana hér heima. Hún á einnig dóttur sem hún hefur verið að rækta í íþróttinni Gabriela Íris Ferreira sem keppti með trissuboga kvenna liðinu á European Grand Prix í apríl á þessu ári og hún lenti í 5 sæti þar með trissuboga kvenna liðinu og 17.sæti í einstaklingskeppni. Fylgjumst með því hvort að mamman sé ekki með eitthvað til viðbótar í pokahorninu og nái að “besta” árangur dótturinnar á Smáþjóðaleikunum.
Astrid Daxböck: Astrid var nefnd hér fyrir ofan í sveigboga kvenna liðinu sjá betri umfjöllun þar. Hún keppir í báðum bogaflokkum á þessu móti eins og hún gerir á flestum alþjóðlegum mótum með Gumma kærasta sínum sem er einnig að keppa í báðum flokkum á þessu móti.
Þannig að líklegustu keppendurnir til að ná mesta árangrinum og vert að fylgjast með á þessu móti fyrir Ísland í einstaklingskeppninni væru Astrid, Guðjón, Helga og Sigurjón. Ísland á einnig gífurlega möguleika að á koma heim með medalíu í sveigboga liðakeppni karla og trissuboga blandaðir liðakeppni þar sem Ísland myndi teljast sterkt land í þeim flokkum. Við vitum ekki en hvaða litur verður á medalíunum það kemur í ljós á mótinu.
Ísland á séns á því að koma heim með öll Gullin af mótinu í bogfimi en sérstaklega Lúxemborg og Kýpur verða mjög erfiðir andstæðingar með mestu reynsluna og lengstu söguna í íþróttinni.
Til að útskýra aðeins hvernig keppnin fer fram fyrir þá sem þekkja það ekki:
Það er keppt 3 greinum. Einstaklingskeppni (individual), blandaðri liðakeppni (mixed team) og liðakeppni (team) í hvorum bogaflokki fyrir sig.
https://worldarchery.org/Target-Archery
Undankeppni:
Fyrst fer fram undankeppni, þar er skotið 72 örvum og heildar skorið lagt saman og öllum keppendum raðað upp eftir skori. Hæsta skorið er 10 stig per ör, semsagt fullkomið skor væri 720 stig (sem enginn í heiminum hefur náð enþá í neinum flokki á neinu móti í sögu íþróttarinnar)
Dæmi um skor úr undankeppni af heimsbikarmóti innanhúss 2016
Trissubogaflokkarnir skjóta á 50 metrum á 80 cm skotskífu.
Sveigbogaflokkar skjóta á 70 metrum á 122 cm skotskífu.
Útsláttarkeppni:
Undankeppnin raðar einstaklingum og liðum upp eftir heildar skori fyrir útsláttarkeppnina. Liðaskorin eru samanlögð skor einstaklingana í liðinu. Liðið sem er í 1 sæti keppir á móti liðinu í 8 sæti, 2 á móti 7, 3vs6, 4vs5. (eins og í fótbolta, körfubolta og öllum öðrum íþróttum sem nota brackets)
Trissuboga keppni
Í trissuboga útsláttarkeppni einstaklinga er skotið 15 örvum sá einstaklingur sem er með hærra skor heldur áfram í keppninni sá sem tapar var sleginn út. Það heldur áfram þar til sigurvegarinn stendur eftir með Gullið.
Í trissuboga útsláttarkeppni liða er svipað kerfi, skotið er 24 örvum í heildina per lið (semsagt 8 örvum per keppanda). Liðið sem er með hærra skorið heldur áfram hitt er slegið út, það heldur áfram þar til sigurvegarinn stendur eftir með gullið sem vann alla útslættina sína.
Í trissuboga blandaðir liðakeppni er sama kerfi þar er skotið 16 örvum (8 örvum per keppanda), liðið með hærra skorið vinnur. Blönduð liðakeppni samanstendur almennt af karli og konu með hæsta skorið frá hverri þjóð í trissuboga.
Sveigboga keppni
Sveigboga útsláttarkeppni einstaklinga er aðeins öðruvísi þar er barist um stig úr lotu (svipað og tennis). Skotið er 3 örvum af hvorum keppanda og sá sem er með hærri stig í þeirri lotu vinnur 2 stig, ef skorið er jafnt fær hvor keppandi 1 stig. Sá keppandi sem er fyrri til að ná 6 stigum vinnur útsláttinn.
Sveigboga liðakeppnin fer eins fram nema þar er skotið 6 örvum per lotu (2 örvar per keppanda) og liðið sem er fyrra til að ná 5 stigum vinnur útsláttinn og heldur áfram.
Sveigboga blönduð liðakeppni samanstendur almennt af karli og konu með hæsta skorið frá hverri þjóð í sveigboga. skotið er 4 örvum per lotu (2 örvar per keppanda), liðið sem er fyrra til að ná 5 stigum vinnur útsláttinn og heldur áfram.
Ef upp skyldi koma að skor séu jöfn við enda útsláttarins þá er skotið 1 ör per keppanda, og það lið eða einstaklingur sem er með hærra skor vinnur. Ef bæði lið eða einstaklingar eru en með sama skor þá vinnur það lið eða einstaklingur sem var með ör næst miðju skotmarksins.
Dæmi um útsláttarkeppni í sveigboga kvenna af heimsbikarmót innanhúss 2016
https://www.sanmarino2017.sm/en/archery/
Ef við erum hæg að birta greinar af mótinu og niðurstöðum þá er það af því að flestir fréttamenn archery.is eru einnig að keppa á leikunum og eru að einbeita sér að því að vera keppendur.
Einnig verður hægt að fylgjast með mótinu á facebook keppendana, á official vefsíðuni hér fyrir ofan og vonandi á ianseo.net alþjóðlega skorskráningarkerfi heimssambandsins.
Einnig er hægt að finna app fyrir mótið þar sem verður hægt að finna úrslit og fylgjast með mótinu.