FRÁBÆRT GENGI ÍSLANDS Í BOGFIMI Á SMÁÞJÓÐALEIKUNUM

Fyrir stuttu lauk smáþjóðaleikunum 2017 í San Marínó, þetta var í fyrsta skipti sem keppt var í bogfimi á Smáþjóðaleikunum.

Íslenska bogfimiliðið stóð sig frábærlega og vann 4 medalíur en keppti í úrslitum um 7 medalíur í 8 greinum, 4 liðagreinum og 4 einstaklings greinum. Sem er 7% af öllum medalíum sem ísland vann á smáþjóðaleikunum. (60 total/4) þrátt fyrir það að það eru aðeins 8 af 131 medalíum sem voru í boði í bogfimi.

Ísland vann engar medalíur í 6 af 14 greinum sem keppt var í. Ísland var í þriðja sæti í total medal count í bogfimi og í heild smáþjóðaleikana.

Við vorum svo nálægt því að ná en betri árangri. Lýsing á þróun mála á mótinu hér fyrir neðan.

Byrjum á liðagreinunum.

Sveigbogi karla liðakeppni. Guðmundur Örn Guðjónsson, Sigurjón Atli Sigurðsson og Haraldur Gústafsson kepptu fyrir Ísland í þeirri keppni.

Ísland var í 3 sæti eftir forkeppnina. Í semi finals var Ísland á móti Kýpur og strakarnir okkar jöfnuðu 4-4 og þurfti því bráðabana til að ákvarða sigurvegarann sem færi í Gull úrslit þar sem strákarnir okkar töpuðu. En það mátti ekki miklu muna að þeir hefðu komið heim með silfur eða gull medlíuna. Í bronsmedalíu keppninni kepptu strákarnir á móti heimalandinu San Marínó og það var enginn vafi þar leikurinn endaði 6-0 yfirgnæfandi sigur þrátt fyrir að San Marínó væri með Ólympíufara í sínu liði. 1 brons fyrir Ísland.

Í liðakeppni trissuboga karla voru Carsten Tarnow, Guðjón Einarsson og Guðmundur Örn Guðjónsson að keppa fyrir Ísland. Í undankeppninni enduðu strákarnir í 5 sæti og fyrsti útslátturinn var á móti Lichtenstein liðinu sem var í 4 sæti. Ísland byrjaði 4 stigum yfir og héldu forskotinu þar til í lokin þar sem þeir unnu með 2 stigum 219-217 og komust inn í semifinals. Í semi finals mættum við Lúxemborg sem var sigurstranglegasta liðið á mótinu og strákarnir töpuðu þeim leik 223-205 og þeir voru ekki ánægðir með frammistöðuna sína þar. Þeir enduðu því í bronsmedalíu leik við Kýpur þar sem undarleg villa gerðist. Strákarnir okkar byrjuðu yfir í fyrstu 2 umferðunum og í þriðju og næst síðustu umferðinni gerðu mótshaldararnir mistök og gáfu upp að Ísland væri yfir 169-165. Strákarnir einbeittu sér því að því að eiga örugg skot í gula frekar en að reyna við maximum skorið þar sem þeir voru vel yfir. Eftir að umferðin var búin og strákarnir voru 100% á því að þeir væru búnir að vinna medalíuna með 1 stigi, þá breyttu mótshaldararnir skorinu í 165-165 og strákarnir töpuðu með 3 stigum í stað þess að vinna með 1 stigi. Aðstæðurnar voru kærðar en lítið hægt að gera í því þar sem pappírsskorblaðið sem strákarnir hafa ekki aðgang að á meðan á keppni stendur gildir ef mismunur er á uppgefnum skorum. Samt vel gert hjá þeim að ná þetta langt.

Í trissuboga blandaðri liðakeppni (mixed team) voru Carsten Tarnow og Helga Kolbrún Magnúsdóttir að keppa fyrir Ísland. Þau voru í 3 sæti í undankeppninni og kepptu í fyrst útslætti á móti Mónakó sem var í 6 sæti. Það var smá spenna þar því liðin voru jöfn eftir fyrstu 2 umferðirnar en svo fór parið okkar í gang og vann 141-138. Í semifinals mættu þau Lúxemborg þar sem þau bættu skorið sitt lítillega en það var ekki nóg og þau töpuðu 144-149 og fóru því í brons keppnina. Í bronsinu mættu þau heimalandinu San Marínó og voru greinilega búin að bæta liðsandann á milli sín þar sem þau bættu skorið enn aftur og unnu bronsið örugglega 151-148. Önnur medalían fyrir Ísland komin í hús.

Í sveigboga blandaðri liðakeppni (Recurve mixed team) voru Sigurjón Atli Sigurðsson og Astrid Daxböck að keppa. Í undankeppninni lentu þau í 5 sæti og mættu því San Marínó sem var í 4 sæti í undankeppni. Það var lítill vafi á hvað betra liði þar því Ísland vann San Marínó örugglega 5-1 og komust því í semifinals. Þar mættu þau liðinu frá Kýpur og það var spennandi leikur og munaði aðeins 3 millimetrum (af 70 metra færi sem skotið er á) á einni örinni í síðustu umferðinni á því að Ísland hefði unnið og komist í gull medalíu keppnina, en svo var ekki og Kýpur vann 5-3. Þannig að Ísland fór í bronskeppnina þar. Í brons keppninni mættu þau Montenegro þar sem staðan eftir 3 af 4 umferðum var jöfn 3-3 og ein umferð eftir sem myndi ákvarða sigurvegarann. Í síðustu umferðinni hafði Montenegro betur og vann umferðina og bronsið 5-3. Vindurinn truflaði bæði liðin töluvert.

Tökum svo einstaklings keppnina.

Sveigbogi kvenna einstaklingskeppni þar voru að keppa Astrid Daxböck, Sigríður Sigurðardóttir og Guðný Gréta Eyþórsdóttir.

Upprunalega voru skráð 4 lið í sveigboga kvenna en svo hættu 2 þjóðir við þáttöku og því voru aðeins 2 þjóðir eftir og því var ekki keppt í sveigboga kvenna liðakeppni. En stelpurnar okkar eru í öðru sæti í undankeppni og það er silfur í okkar augum.

Við vorum óheppin í sveigboga kvenna þar sem í undankeppni lentu þær 8-9 og 10 sæti og í fyrsta útslættinum þurfti Ísland að keppa á móti Íslandi 8 vs 9 sæti. Astrid Daxböck vs Sigríður Sigurðardóttir. Þar sem Sigga vann 6-4 og hélt áfram og lenti á móti ólympíufara frá Kýpur sem var lang hæst á stigum í undankeppninni. Flestir bjuggust við fljótum sigri af Kýpurska ólympíufaranum en Sigga var seig og ætlaði ekki að gefa þetta frá sér og náði að draga keppnina í 4-4 jafnt fyrir síðustu umferðina þar sem stelpan frá Kýpur hafði betur en það mátti ekki miklu muna að Sigga kæmist í medal match í sveigboga kvenna. Vel gert.

Guðný var í tíunda sæti í undankeppni og var því fyrsti andstæðingurinn hennar Anja Zacharias frá Lichtenstein sem var í 7 sæti. Þetta er fyrsta alþjóðlega mótið hennar Guðnýar. Hún hefur keppt innanlands á Íslandsmótum áður og hefur oftast verið alger stressbolti á mótum. Það lítur út fyrir að Guðný hafi fundið brotið stress takkann í sér því hún var ákveðin, slök, markvís og sigraði útsláttinn 6-4. Útsláturinn byrjaði ekki vel og Guðný byrjaði 0-4 undir. Svo brotnaði stress takkinn í henni og hún vann næstu 3 sett og sigraði 6-4. Í öðrum útslættinum lenti Guðny á móti Kýpursku stelpuni sem var í öðru sæti í undankeppni en þar var hún ekki jafn góð og kallaði það klaufaskap að tapaði 0-6 fyrir henni.

Í einstaklingskeppni trissuboga karla voru Guðjón Einarsson, Guðmundur Örn Guðjónsson og Carsten Tarnow að keppa.

Þeir voru nýlega komnir af æfingar svæðinu þegar útsláttarkeppnin byrjaði þar sem þeir voru með flott skor 140 plús í hverri umferð, en strákunum gekk ekki vel og þeir duttu allir mjög hissa út úr keppninni í fyrsta útslættinum. Með 134 138 og 136 stig. Þetta var samt mjög vel gert hjá strákunum það eiga allir svona daga ekki láta það hafa áhrif á ykkur takið þá næst 😉

Í sveigboga karla einstaklings keppni gekk á miklu og voru Haraldur Gústafsson, Sigurjón Atli Sigurðsson og Guðmundur Örn Guðjónsson að keppa fyrir Ísland.

Haraldur var í 15 sæti eftir undankeppni og fór á móti Pit Klein atvinnumanni frá Lúxemborg sem var í 2 sæti í undankeppni. Þetta er fyrsta utandyra alþjóðlega mótið hans Haraldar en hann var með 3 hæsta skorið á Íslandsmótinu utanhúss 2016. Því miður tapaði hann 6-0 en ég hef aldrei séð mann brosa eins mikið og njóta þess eins mikið að skjóta og keppa þrátt fyrir niðurstöðuna. Haltu áfram að æfa Halli þetta kemur með tímanum, við höldum öll með þér.

Sigurjón var í 6 sæti í undankeppni með Íslandsmet 630 stig (það var 624 stig). Hann fór því í fyrsta útslætti á móti Marvin frá Lichtestein sem var í 12 sæti í undankeppninni og vann hann örugglega 6-0. Í næstu umferð fór hann á móti Joe Klein frá Lúxemborg sem var í 3 sæti í undankeppninni Sigurjón vann fyrstu umferðina 2-0, þá fór Joe í gang og vann næstu 2 set, þeir jöfnuðu 4 settið 5-3. Sigurjón þurfti að vinna síðasta settið til að draga keppnina í bráðabana, fyrsta örin hans endaði í 6 en hinar tvær leituðu í miðjuna í tíuna (x-ið), því miður var Joe með 10-10-9 og vann 7-3 og Sigurjón endaði í 5 sæti á mótinu. Ef Sigurjón hefði unnið útsláttinn hefðum verip með 2 í finals og tryggða medalíu.

Guðmundur var í 12 sæti í undankeppninni en hann var meiddur á á einum fingri draghandar. Eftir læknisferð var mælt með að breyta gripinu á strengnum sem hann gerði 3 dögum fyrir mót. Þess vegna var skorið hans í undankeppni frekar lágt og þurfti að keppa fyrst við 5 sætið Milan Borovich frá Montenegro. Gummi breytti þá yfir í gamla gripið og byrjaði yfir 2-0, Milan jafnaði 2-2 með þrem tíum. Gummi tók næsta sett 4-2, í fjórða setti jöfnuðu þeir og staðan var 5-3. Í síðasta settinu jöfnuðu þeir aftur og Gummi vann 6-4. Í næstu umferð fór Gummi á móti Kýpur manninum Panagi sem var í 4 sæti í undankeppni. Panagi byrjaði yfir 2-0, Gummi jafnaði 2-2, þriðja settið fór til Panagi 4-2, Gummi jafnaði 4 settið 4-4. Síðasta settið skaut Gummi 9-9-8 og hélt að hann væri mögulega búinn að tapa en Panagi var ekki nóg of sterkur andlega og skaut 8-8-8. Gummi vann og hélt áfram í semifinals þar sem hann fór á móti Jeff Henckels frá Lúxemborg tvöföldum ólympíufara og hæstum í undankeppni. Jeff sýndi engann veikleika og skaut bara 3 örvum út fyrir 10 í öllum útslættinum. Í síðustu umferðinni var Jeff yfir 4-0, Gummi skaut X-X-8 (x er innri tía gefur samt 10 stig er kallað x), Jeff slakaði ekkert á og skaut 10-10-9 og vann settið. Gummi tapaði 6-0 og fór í brons medalíukeppni. Þar mætti hann atvinnumanninum Pit Klein (sem var talinn sigurstranglegastur í byrjun keppninnar), hann er í Lúxemborgska hernum. Þetta er í fyrsta skipti sem Ísland kemst í einstaklings medalíukeppni í sveigboga í alþjóðlegri keppni og pressan var á Gumma sem var greinilega ekki tilbúinn fyrir það þar sem hann skaut frábærlega á æfingarvellinum en skalf eins og hrísla í brons medalíukeppninni og Pit vann auðveldlega 6-0 (og Pit var samt frekar óánægður með að taka bara brons ;). Gummi tapaði bronsinu og lenti í 4 sæti.

Trissubogi kvenna einstaklings var einnig mjög atburðarríkur en Ísland var með sterkasta trissuboga kvenna liðið og talið sigurstranglegast í byrjun keppni.

Því miður voru aðeins 3 lið að keppa í trissuboga kvenna og því var ekki keppt í þeim flokki, en Ísland var lang hæst í skori í liða og hefi tekið Gullið auðveldlega. (Sem er samt undarlegt af því að það voru 3 lið að keppa í hjólreiðum kvenna og þar voru gefin út verðlaun fyrir fyrsta og annað sæti sem við fengum ekki.)

Astrid var óheppin í fyrstu umferð og tapaði fyrir stelpu sem var með lægra skor í undankeppni. En hún byrjaði mjög vel og var 6 stigum yfir eftir fyrstu 2 umferðirnar, en svo hættu örvarnar að leita í gula og Astrid tapaði 120-122. Þetta er lægsta skor sem Astrid hefur skorað í útsláttarkeppni. Ekki hafa áhyggjur af þessu Astrid við vitum að þú ert góð þú ert löngu búin að sanna það frú top 100 í heiminum.

Margrét vann fyrsta útsláttinn sinn 131-115 á móti Aurelia Zacharias frá Lichtenstein, sem var nokkuð flott þar sem Maddy byrjaði með lægra skor í fyrstu umferðinni. Í þriðju umferðinni skaut Zacharias miss (framhjá) og var Margrét komin með gott forskot. Þó að örin hefði verið 10 stig hjá Lichtenstein hefði Margrét samt unnið. Annar útslátturinn var á móti Tsangari frá Kýpur, Margrét byrjaði undir á móti Tsangari en saxaði hægt og rólega stig af henni þar til hún vann 135-133 og komst í semifinals. Þar lenti hún á móti Dias frá Lúxemborg sem var enn annar tæpur leikur en Margrét lenti rétt undir í síðustu umferðinni og tapaði með einu stigi og Margŕét fór því í brons medal match. Þar mætti Margrét Dolci heima stelpu frá San Marínó sem hafði þá of þegar tapað semifinals á móti Helgu. Í brons leiknum byrjaði Margrét einu stigi undir eftir fyrstu umferð, í öðru roundi náði Margrét forskoti og hélt því þar til hún vann 137-131 og negldi enn annað bronsið fyrir Ísland.

Helga var með hæsta skorið í undankeppninni og sat því hjá í fyrstu umferðinni. Í annari umferðinni keppti Helga á móti Picaud frá Monaco sem hún keppti einnig á móti í mixed team. Það var spennandi keppni þar sem þær voru jafnar í annari umferð en svo byrjaði bilið að myndast og Helga vann 140-137 og komst inn í semifinals. Þar keppti hún á móti Dolci frá heimalandinu San Marínó og Helga slakaði ekkert á og tók forskot snemma í útslættinum og breikkaði bilið gífurlega og vann 145-130 enginn vafi þar á ferð og Helga komin í Gull medalíukeppnina. Í gull keppninni byrjaði Helga með þrjú X fullkomið skor og tók strax forskotið í keppninni sem hún hélt áfram að víkka þar til hún vann með 11 stiga mun 140-129, sem þýðir að Helga hefði ekki einu sinni þurft að skjóta síðustu örinni hún hefði samt unnið með einu stig. Það góð er hún 😉 en eins og hún sagði sjálf “Þetta er ekki fyrst alþjóðlega medalían mín en þetta er alþjóðlega medalían sem ég hef þurft að vinna mest fyrir.”

Ísland er frekar nýlegt land í alþjóðabogfimi heiminum en íþróttin hefur verið að styrkjast mjög hratt heima. Það má segja að bogfimi hafi ekki byrjað af neinni alvöru fyrr en 2012 þegar Bogfimisetrið opnaði fyrst og nýtt fólk byrjaði að flæða inn í íþróttina. Helga byrjaði stuttu eftir að Bogfimisetrið opnaði. Hún hafði alltaf haft áhuga á að prófa sportið og byrjaði á námskeiði í sveigboga hjá Bogfimisetrinu. Á þeim tíma var ekki mikið um trissuboga og engar konur í greininni. Kristmann Einarsson var á þeim tíma nánast eini maðurinn sem stundaði trissuboga og hann var fenginn til að halda námskeið um bogann í fyrsta sinn. Helga var á því námskeiði og því má segja að hún sé braut ryðjandinn í trissuboga kvenna flokki á Íslandi. Við eigum eftir að sjá mikið frá henni í framtíðinni.

“Við höfum verið að standa okkur vel á alþjóðavettvangi síðustu ár. Við erum sífellt að bæta okkur og stefnum hátt. En fréttirnar hafa ekki sýnt gífurlegann áhuga á íþróttinni okkar það er líklega ástæðan fyrir því að margir eru hissa á árngrinum okkar núna. Þess vegna er svo frábært fyrir okkur að geta tekið þátt á alþjóðlegum mótum eins og smáþjóðaleikunum þar sem við fáum meiri umfjöllun og viðurkenningu fyrir góðann árangur” “allir íslensku 10 keppendurnir unnu að lágmarki einn útslátt á mótinu og ég er gífurlega stoltur af þeim öllum. Við kepptum um 6 brons og eitt gull og enduðum með 3 brons og eitt gull eftir úrslita keppnina sem er betri árangur en hjá mörgum öðrum eldri og reyndari greinum sem Ísland keppti í á Smáþjóðaleikunum. Þetta er án efa frábær árangur hjá bogfimifólkinu okkar, við vorum í þriðja sæti í heildar medalíu fjölda í bogfimi og vorum að keppa við fjölmarga ólympíufara og atvinnufólk í íþróttinni. Gæti ekki verið betra. Við erum ekki enþá komin með aðstöðu til að æfa bogfimi utandyra og höfum engan þjálfara við hjálpum bara hvert öðru. Þannig að við eigum mikinn árangur inni í þessari íþrótt”  sagði varaformaður bogfiminefndarinnar Guðmundur Örn Guðjónsson sem var einnig að keppa um 3 brons medalíur á mótinu.

Þannig að Íslensku medalíu sigurvegararnir eru:

Helga Kolbrún Magnúsdóttir: Gull einstaklingskeppni trissuboga kvenna og Brons blandaðri liðakeppni trissuboga (mixed team).

Margrét Einarsdóttir: Brons einstaklingskeppni trissuboga kvenna.

Carsten Tarnow: brons blandaðri liðakeppni trissuboga (mixed team).

Guðmundur Örn Guðjónsson: Brons liðakeppni sveigboga karla.

Sigurjón Atli Sigurðsson: Brons liðakeppni sveigboga karla.

Haraldur Gústafsson: Brons liðakeppni sveigboga karla.

Til hamingju með árangurinn allir.

 

 

 

Önnur áhugaverð atriði sem gerðust á mótinu.

Veðrið á mótinu var frábært en kannski aðeins of heitt fyrir okkur Íslendingana. Gummi hellti reglulega vatnsflöskum yfir sig allann og þurrkaði sig svo með viftu, hann fór ekkert nema vera með regnhlífina fyrir ofan sig í blússandi blíðu til að verja sig frá sólinni.

Carsten gerði það sama í trissuboga blandaðri liðakeppni (compound mixed team) þegar hann sturtaði yfir sig heilli vatnsflösku til að kæla sig. Sem dugði til þar sem hann og Helga unnu brons í þeirri keppni.

Nokkrir sólbrunnu að hluta til, stundum á furðulegum stöðum eins og öklum þrátt fyrir að bera á sig sólarvörn eins og það væru trúarbrögð. Enda höfum við sjaldan upplifað betra veður en var hérna í San Marínó. Guði var þakkað fyrir þessi 4 ský sem skyggðu á sólina í nokkrar mínútur yfir alla vikuna 🙂

Carsten gleymdi ID spjaldinu (accreditation) sínu á hótelinu í eitt skiptið og fékk hann lánað ID frá einum af keppendunum sem voru fastir í London. Við kölluðum Carsten Ágúst Júlíusson það sem eftir var af mótinu (það var nafnið á keppandanum á id spjaldinu 😉

Mótshaldaranir víxluðu Carsten og Sigurjóni um flokka (annar var í sveigboga hinn var í trissuboga)

Mótshaldararnir breyttu skorinu í seinni umferðinni hjá Margréti úr 321 í 372 AF 360 MÖGULEGUM STIGUM. Eftir að rétt höfðu verið birt. Sem er heimsmet sem verður aldrei slegið aftur. Þar sem það eru hærri stig en hægt er að fá.

Sama gerðist hjá Haraldi í sveigboga, Timo frá Lúxemborg og Marvin hjá Lichtenstein ofl ofl ofl ofl.

Það þurfti að kenna dómurunum að liðakeppni sveigboga væri upp í 5 stig ekki 6 stig eins og í einstaklingskeppni.

Í fimmta hvert skipti hrundi skor kerfið og það var ekki hægt að skrá skorin rafrænt.

Keppendur þurftu að taka rauða leiðréttingar pennan af dómurunum af því að þeir kunnu ekki að leiðrétta skorin (næs gæjar, en eiga ekki að vera dómarar, en þeir mega eiga það að þeir voru hlutlausir í dómgæslu þrátt fyrir að vera San Marínó menn)

Dómararnir gleymdu að prenta út skorblöðin fyrir trissuboga karla liða brons keppnina sem Ísland var í og það þurfti að skrifa skorin á post it miða. (Það var ástæðan fyrir því að vitlaust skor var gefið upp í brons liðakeppni karla Ísland vs Kýpur sem Ísland tapaði mögulega út af lélegu og heimsku mótahaldi). Ásamt því að gleyma því aftur í sveigboga kvenna útslætti.

Enginn af dómurunum talaði ensku og þurfti að sækja túlk í hvert einasta skipti sem eitthvað bjátaði á (sem var oft). Þeir gáfu upp dóma á Ítölsku sem ekkert lið skyldi nema San Marínó.

Þeir reyndu að minnka tíma keppenda vegna lélegs mótahalds og eftirtektar leysi skotstjóra og dómara sem er gegn alþjóðareglum reglum og keppendur þurftu að leiðrétta þá ítrekað um reglur.

Það þurfti sífellt að stöðva keppni í miðjum lotum af því að fólk var að labba fyrir aftan skotmörkin og mótshaldararnir neituðu að setja starfsfólk sitthvoru megin við svæðið til að stoppa fólk af. Af því að allt starfsfólkið vildi horfa á sitt San Marínó skjóta á mótinu.

Skipulag bogfiminar var breytt daglega stundum oft á dag og stundum án þess að láta löndin vita.

Mótshaldið var mjög lélegt og flestar niðurstöður sem hægt er að nálgast á netinu eru rangar. Aðal ástæður þess að þetta mót var hörmulegt í skipulagningu, flest skor röng og gífurleg töf á rekstri mótsins var vanþekking starfsfólks og dómara mótsins og af því að alþjóðlega skorkerfi heimssambandsins (IANSEO) var ekki notað á mótinu. Það kerfi er notað á öllum alþjóðlegum stórmótum og á flestum landsmótum í öllum löndum heimsins eins og íslandsmótum á Íslandi. Það er gífurlega mikilvægt að áreiðanleg kerfi séu notuð en ekki eitthvað heimasmíðað óáreiðanlegt kerfi á stórum alþjóðlegum mótum eins og smáþjóðaleikunum.

Áður en við komum til San Marínó hefði okkur aldrei dottið í hug að bogfimi mót gæti verið haldið svona illa og hefur margt gerst á mörgum öðrum mótum en San Marínó er í sér deild með öll stigin (þeir hljóta að vera gera þetta illa viljandi það er eina leiðin sem hægt væri að halda mót svona illa).

Skiplag leikana í heild sinni gekk vel, transport gekk ágætlega, hótelin voru fín og hjálpsamt fólk á þeim, ÍSÍ reddaði okkur ef eitthvað kom upp á og við fengum afnot af frábærum sjúkraþjálfa.

Annars kláraðist mótið með frábærum árangri hjá okkur þrátt fyrir að mótahaldið hafi mögulega kostað okkur 2 medalíur. Við erum hætt að hugsa um það núna þar sem mótið er búið. En munum alltaf muna frábæra árangurinn okkar, frábæra veðrið, glæsilega útsýnið, fallegu borgina, góða matinn, æðislega félagsskapinn og hörmulega mótahaldið í bogfimigreininni.

Hægt er að finna loka niðurstöðurnar hér en skoðið það með varúð þar sem um 20% af úrslitunum eru ENÞÁ vitlaus í lokaniðurstöðunum.

Archery results san marino

Hægt er að lesa meira um íslensku keppendurna í grein sem var skrifuð fyrir mótið sem er hægt að finna hér.

Smáþjóðaleikarnir 2017 San Marínó.