Skráningu á Íslandsmót ungmenna lýkur á morgun 15 jan kl 18:00, mótin fá að halda áfram þrátt fyrir hertar samkomutakmarkanir

Við hvetjum alla til að skrá sig sem vilja koma og hafa gaman af, allir á öllum getustigum geta tekið þátt.

Hægt er að finna upplýsingar um mótin og skráninguna hér, ef þið lendið í vandræðum með að skrá ykkur hafið þá samband við íþróttafélagið ykkar eða bogfimi@bogfimi.is til að fá aðstoð.

https://archery.is/events/islandsmot-u18-u16-innandyra-2022/

Skráningu á Íslandsmót U21 lýkur deginum eftir 16 janúar kl 18. Hægt er að finna upplýsingar um það mót hér fyrir neðan. (leyfilegt er að skrá sig á bæði mótin sama hvaða getustigi þú ert á)

https://archery.is/events/islandsmot-u21-innandyra-2022/

Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að það er verið að samkomutakmarkanir verða hertar á miðnætti út 20 manns í 10.

Íþróttastarf fær að halda áfram í 50 manna hólfum og á það við um börn og fullorðna. Þó verða áhorfendur á öllum íþróttaviðburðum bannaðir en heimilt að hafa fjölmiðlafólk að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Breytingarnar munu því ekki hafa áhrif á Íslandsmót U16/U18 og Íslandsmót U21 nema að áhorfendur (foreldrar teljast vera áhorfendur) verða ekki leyfðir á mótinu í samræmi við breytingu yfirvalda. En beint streymi verður af báðum mótunum allan tímann sem hægt verður að fylgjast með á þessari youtube rás https://www.youtube.com/c/ArcheryTVIceland

Við áætlum að uppfæra Covid-19 reglur BFSÍ um í kvöld þegar að útgáfan af reglunum hefur verið samþykkt af yfirvöldum.