Skráningu á Íslandsmót ungmenna innanhúss lýkur á morgun 16 okt

Við minnum á að skráningarfrestur fyrir Íslandsmót ungmenna innanhúss 2021 er á morgun 16 október. Endilega að minna alla á að skrá sig og taka þátt á mótinu. Við viljum sjá sem flesta að taka þátt sama hvaða getustigi þeir eru á og hafa gaman af.

Eins og gert hefur verið áður þá er Íslandsmóti ungmenna skipt í 2 mót til þess að gefa yngri keppendum færi á því að keppa í báðum mótum. Gerir líka meira úr ferðinni fyrir þá sem ferðast utan af landi að geta keppt tvisvar sömu helgi.

Áætlað er að vera með útsláttarkeppni í félagsliðakeppni á Íslandsmóti U21 ef að tími gefst og Covid leyfir. Þetta verður í fyrsta skipti sem útsláttarkeppni er haldin í liðakeppni ungmenna á Íslandsmóti.

Sjá nánari upplýsingar í skráningum á mótin hér fyrir neðan.

Íslandsmót U18/U16 Innandyra 2021

Íslandsmót U21 Innandyra 2021