Skráningarfrestur Nóvember fjarmót Indoor World Series

Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig til að taka þátt í Indoor World Series Online í Nóvember. Skráningarfrestur er til 15. Nóvember til að taka þátt í mótinu sem haldið er 21. – 22. Nóvember.

Til að taka þátt þarf að vera hægt að skjóta á 18 metrum á 40 cm skífu, hvar sem þið hafið aðstöðu til hvort sem það er úti eða inni, á meðan keppninni stendur. Þá þarf að skrifa niður skorin á blaðið sem hver þáttakandi fær sent í tölvupósti fyrir keppni og nota Ianseo Scorekeeper appið. Að lokum þarf tvö vitni til að kvitta á skorblaðið sem þarf síðan að taka mynd af, auk targetinu sem skotið var á.

Það kostar ekkert að skrá sig og því um að gera að nýta tækifærið og taka þátt. Skráning fer fram í gegnum OpenWAREOS.

Hér er hægt að nálgast reglur mótsins.

Frekari upplýsingar er hægt að nálgast á fréttaveitu World Archery:

INDOOR ARCHERY WORLD SERIES GOING VIRTUAL FOR 2021 SEASON

CALENDAR AND RULES FOR VIRTUAL 2021 INDOOR ARCHERY WORLD SERIES RELEASED