Þeir sem ætla að taka þátt í eftirfarandi mótum verða að vera búnir að tilkynna sig til Bogfiminefndar ÍSÍ fyrir tilsettan tíma. Hægt er að hafa samband við Formanninn Margrét Einarsdóttir margret@bogfimisetrid.is eða Guðmundur Örn Guðjónsson Varaformaður gummi@bogfimisetrid.is sem sjá um skráninguna saman. E-mail er best þá sér maður dagsettninguna 🙂
Þegar skráningarfrestur er liðinn og ekki er búið að fylla kvóta sætin gildir fyrstur kemur fyrstur fær að fara og nota kvótasætið (samkvæmt reglum Bogfiminefndar ÍSÍ)
Skrá sig þarf á eftirfarandi mót fyrir tilsettan tíma til að notfæra sér kvóta af Íslandsmóti (sem er sæti í undankeppni/qualification á íslandmótinu)
Evrópumót Innanhúss 2017 (3 manns í kvóta í hverjum flokki)
Vittel Frakklandi 2017 Evrópumeistaramót Innanhúss – Skráningarfrestur rennur út: 07/10/2016
European Grand Prix Utanhúss 2017 (6 manns í kvóta í hverjum flokki)
Legnica Poland European Grand Prix 1 – Skráningarfrestur rennur út: 16/11/2016
Romania borg óákveðin European Grand Prix 2 – Skráningarfrestur rennur út: 22/03/2017
Heimsbikarmót Utanhúss 2017 (4 manns í kvóta í hverjum flokki)
Shanghai China Heimsbikarmót Utanhúss 1 2017 – Skráningarfrestur rennur út: 25/11/2016
Antalya Turkey Heimsbikarmót Utanhúss 2 2017 – Skráningarfrestur rennur út: 06/01/2017
Salt Lake City USA Heimsbikarmót Utanhúss 3 2017 – Skráningarfrestur rennur út: 20/01/2017
Berlin Germany Heimsbikarmót Utanhúss 4 2017 – Skráningarfrestur rennur út: 08/03/2017
Smáþjóðaleikar Utanhúss 2017 (3 manns í kvóta í hverjum flokki) (sýningar íþrótt árið 2017 verður líklega aldrei aftur)
San Marínó Smáþjóðaleikar Utanhúss 2017 – Skráningarfrestur rennur út: 29/12/2016
Heimsmeistaramót Utanhúss 2017 (3 manns í kvóta í hverjum flokki)
Mexico Heimsmeistaramót Utanhúss 2017 – Skráningarfrestur rennur út: 15/05/2017
Það sama gildir um önnur kvótamót, að skrá sig 5 mánuðum fyrir mótið til að notfæra sér sæti af Íslandsmótinu árið áður. Annars má skrá sig á mótið eins seint og menn vilja en þá gildir fyrstur kemur fyrstur fær (þeas þegar styttra en 5 mánuðir eru til mótsins)
Dæmi um önnur kvóta mót sem ég tek ekki fram hérna fyrir ofan eru, Mexican Grand Prix, Heimsmeistarmót og Evrópumeistaramót Fatlaðra, Asia Cup stage 1 2 og 3, Arizona cup, Veronicas cup, Guatemala city WRE, Juan Enrique Barrios Cup, ofl sem enginn Íslendingur hefur tekið þátt í ever.
Við höfum 2 svar í sögu Íslands náð að fylla kvóta á mót í nokkrum flokkum og það var á heimsmeistarmótinu í Danmörku 2015 og Evrópumeistarmótinu í Bretlandi 2016 sem voru bæði líka keppnir um ólympíusæti og mjög stutt frá okkur. Ég geri ekki ráð fyrir því að við náum að fylla kvótann á neitt af þessum mótum hér fyrir ofan á næsta ári nema líklega Smáþjóðaleikana. Þannig að þó að það sé nánast 100% öruggt að þú getur keppt á mótinu sem þig langar að keppa á, er alltaf betra að skrá sig fyrir réttann tíma til að vera viss 🙂
Þannig að endilega sem flestir að gefa sig fram og keppa!!!!