Nú er hægt að skrá sig til keppni bæði fyrir hið alþjóðlega Indoor Archery World Series og staðbundna mótið Bogfimisetrið Indoor Series. Mótið verður haldið með sama sniði og í Desember.
Grundvöllur undanþágunnar sem við höfum til að halda mótið er að bogfimi þarfnast ekki nálægðar við aðra né sameiginlegan búnað og er því hægt að viðhalda ströngum sóttvörnum á meðan mótinu stendur og er undanþágan háð því. Eins er hún háð því að reglur um takmarkanir verði ekki hertar né Landsspítali settur á neyðarstig.
Því er mjög mikilvægt að allir keppendur passi upp á persónulegar sóttvarnir. Keppendur mega taka grímu sína af rétt á meðan þeir skjóta, utan þess þarf ávallt að vera með grímu.
Til að viðhalda þessum ströngu sóttvörnum er mótinu skipt í fjórar lotur:
Dagsetning | Dagur | Lota | Byrjar | Endar |
16. Janúar | Laugardagur | Fyrir hádegi | 09:00 | 11:30 |
16. Janúar | Laugardagur | Eftir hádegi | 13:00 | 15:30 |
17. Janúar | Sunnudagur | Fyrir hádegi | 09:00 | 11:30 |
17. Janúar | Sunnudagur | Eftir hádegi | 13:00 | 15:30 |
Í hverri lotu verða að hámarki 8 keppendur og lokast fyrir skráninguna fyrir hverja lotu þegar hún er orðin full, það er því fyrstur kemur fyrstur fær.
Í desember voru yfir 5.000 manns skráðir til keppni og tók heimssambandið við 3.400 skorum.
Hægt er að nálgast niðurstöður Desember hér.
Það er því tilvalið að nýta tækifærið og taka þátt í þessari einstöku mótaröð sem nær yfir allan heiminn.
Hafið í huga að keppendur sem ætla sér að keppa á keppnisstað þurfa líka að skrá sig á Wareos og velja Bogfimisetrið sem staðsetningu til að taka þátt í alþjóðlega mótinu. Mótið er skráð hjá heimssambandinu og því þarf ekki að skila inn mynd af skorblaði eða skotskífum eins og þegar keppt er utan keppnisstaðar en auðvitað verður það áfram valkostur.
Ef svo verður að við þurfum að aflýsa mótinu þá verða öll keppnisgjöld endurgreidd.
Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um mótið í skráningarforminu.