Sigurjón í 57 sæti, sleginn út í lokakeppni Evrópubikarmótsins

Sigurjón rétt tapaði útslættinum á móti Kacper Sierakowski frá Póllandi 6-0 í lokakeppni Evrópubikarmótsins í morgun og endaði í 57 sæti.

Sigurjón var að skjóta vel og munaði bara 1 stigi í fyrstu lotuni á þeim 28-29. Í annari lotuni skaut Sigurjón óvart í gegnum clickerinn, hann skaut á hljóði clickers keppandans sem stóð við hliðin á 22-27. Í síðustu lotuni byrjaði Sigurjón sterkari með 10-9 á meðan Kacper var með 9-9. Síðasta örin hjá Sigurjóni var 8 og Kacper tók sigurinn með því að skjóta 10, 27-28.

Það var tölverð rigning á meðan á útslættinum stóð en lítill vindur.

Upplýsingar um Íslensku keppendurna er hægt að fylgjast með live á   https://info.ianseo.net/Search/InfoTeam.php?Id=21582

Evrópubikarmótinu er lokið fyrir okkar keppendur en þau eiga öll eftir að keppa um kvótasæti á Evrópuleikana á föstudaginn. Það byrjar um hádegi.

Hér fyrir neðan set ég video af útslættinum hjá Sigurjóni þegar við komum á hótelið.