Dagur 2 Evrópubikarmót í Rúmeníu

Sigurjón áfram á Evrópubikarmótinu og allir frá Íslandi keppa um sæti á Evrópuleika.

Heildar niðurstöðurnar er hægt að finna á http://www.ianseo.net/Details.php?toId=4791 

En hér fyrir neðan eru highlights af mótinu.

Veðrið var frábært í þetta skiptið enginn vindur, skýjað og þægilegt hitastig fyrir Íslendinga í sveigboga fyrri part dags. Seinna part daga þegar trissubogi keppti byrjaði strax að rigna. Sem betur rigndi lítið og mótshaldarar voru búnir að “laga” targetin, því voru fáar örvar sem fóru alveg í gegn um skotmörkin.

Í sveigboga á Evrópubikarmótinu.

Sigurjón rétt komst var inn í lokakeppni á Evrópubikarmótinu, sá eini í sveigboga frá Íslandi. Hann endaði í 101 sæti og það eru 104 sem halda áfram og 164 sem voru upprunalega skráðir til keppni. Hann skoraði 624 sem er 6 stigum undir Íslandsmetinu. Sigurjón mun mæta keppanda frá Póllandi sem fyrst andstæðing í útsláttarkeppni sem hefst 8:00 í fyrramálið að staðartíma (6:00 á Íslandi). Hann eyddi gærkvöldinu í að fjaðra allar örvarnar upp á nýtt með nýju fjöðrunum sem hann fékk í uber bogfimibúðar ævintýrinu.

Ólafur endaði í 152 sæti með 534 stig og Guðmundur í 116 sæti með 610 stig. Astrid endaði í 108 sæti með 498 stig í sveigboga kvenna.

Í sveigboga karla liðakeppni voru við í 32 sæti og í tvíliðaleik sveigboga í 31 sæti.

Í trissuboga á Evrópubikarmótinu.

Í trissuboga (sem voru miklir erfiðleikar með á mótinu sjá nánar um það hér) lenti Guðmundur í 74 sæti með 623 stig í undankeppni og komst í lokakeppnina en tapaði fyrst útslætti á móti keppanda frá Austurríki 134-148. Astrid lenti í 50 sæti með 606 stig og komst í lokakeppni en tapaði fyrst útslættinum 125-142 á móti keppanda frá Ítalíu. Guðmundur endaði í 57 sæti af 82 eftir lokakeppni og Astrid í 33 sæti af 55 sem kepptu. Þau lentu í 17 sæti í undankeppni tvíliðaleiks á mótinu og venjulega halda 24 lið áfram í lokakeppnina en sökum mistaka í skipulagi og lengd skipulagsins var ákveðið að breyta því á mótinu í top 16 liðin (urrrrr) og því fer Ísland ekki í útslátt þar. Mótshaldarar voru að íhuga að fresta síðasta útslættinum í trissuboga þar sem það var orðið það dimmt að erfitt var að sjá vel a skífurnar. En þeir ákváðu að reka bara gífurlega á eftir keppendum í staðin. :S Og Astrid fékk að standa í halla í útslættinum.

Undankeppni um sæti á Evrópuleikana.

Allir Íslensku keppendurnir komust áfram í lokakeppni einstaklinga um sæti á Evrópuleikunum. Guðmundur og Astrid í trissuboga og sveigboga, Sigurjón og Ólafur í sveigboga. Þeir útslættir fara fram á föstudaginn. Sigurjón er vel staddur þar í 25 sæti í undankeppni, Guðmundur er í 35 sæti og Ólafur í 55 sæti. Astrid var í 27 sæti í undankeppni sveigboga. Ekki er víst hverjum þeir keppa á móti þar sem það þarf að klára liðakeppnina fyrst.

Sveigboga karla liðið var með 1768 stig í 26 sæti sem er Íslandsmet í liðakeppni karla metið var 1723 frá Smáþjóðaleikunum 2017. Aðeins 24 lið halda áfram í lokakeppni um sæti á Evrópuleikana, þeir voru 47 stigum frá því að taka sætið af Kýpur og við komumst því ekki inn að þessi sinni.

Þetta var gífurlega langur dagur fyrir Astrid og Guðmund þar sem þau tóku rútu frá hótelinu kl 6:45 til að mæta til keppni og voru komin til baka á hótelið um kl 21:30 um kvöldið, mjög þreytt. Þau skutu allann daginn, nema Astrid fékk pásu þegar undankeppni sveigboga karla var og Guðmundur fékk pásu á meðan undankeppni sveigboga kvenna var. Það getur verið ströggl að keppa í 2 flokkum, sérstaklega þegar allt fer úrskeiðis hjá mótshöldurum 😉

Við fréttum frá einu af starfsfólki mótsins að ástæðan fyrir því að skipulagið er í rugli er af því að mótshaldarar gleymdu að þetta væri kvótamót fyrir Evrópuleikana og gerðu því ekki ráð fyrir því í skipulagi eða bókun svæðisins.

Allir eru nokkuð ánægðir með árangur dagsins en það hefði verið gaman að komast inn í lokakeppni liða líka.