Sigríður ver Íslandsmeistaratitilinn í 50+ innandyra og bætti Íslandsmetið

Sigríður Sigurðardóttir í Bogfimifélaginu Hróa Hetti vann Guðný Grétu Eyþórsdóttir í Skotfélagi Austurlands 7-1 í úrslitum sveigboga kvenna 50+ á Íslandsmóti öldunga.

Sigríður er búin að bæta sig mikið á síðasta ári. Hún bætti Íslandsmetið í öldungaflokki sveigboga kvenna á mótinu um 2 stig með skorið 525. Metið var áður 523 stig og Sigríður átti það met frá því í september 2019.

Hörð barátta hefur verið á milli Sigríðar og Guðný Grétu í úrslitum sveigboga kvenna á síðustu árum. Guðný tók titilinn í 50+ utandyra 2019 og Sigríður innandyra í 50+. Þær lentu svo báðar í úrslitum í opnum flokki utandyra 2019 þar sem Guðný tók titilinn. Það er því alltaf spennandi að horfa á þær keppa að als óvíst hver verður sigurvegari í hvert skipti.

Sigríður vann titilinn örugglega í þetta sinn og varði innandyra titil sinn frá því 2019 og má því segja að staðan sé 1-0 fyrir árið 2020.

Guðný Gréta vann Íslandsmeistaratitilinn í berboga 6-2 í úrslitum á móti Birnu Magnúsdóttir á mótinu. Þó svo að Birna hafi bætt Íslandsmetið í berboga kvenna 50+ undankeppni um 11 stig. Guðný keppir reglulega í báðum bogaflokkum.

Íslandsmótið var haldið í Bogfimisetrinu í Reykjavík 16 febrúar af ný stofnuðu Bogfimisambandi Íslands.

Hægt er að finna heildarúrslit mótsins á ianseo.net og sjá beina útsendingu af úrslitum mótsins á archery tv Iceland rásinni á youtube.