Sara Sigurðardóttir Yngsti Heimsdómari í Heiminum og fyrsti Ungmenna Heimsdómari á Norðurlöndum

Tilkynning barst Bogfimisambandi Íslands (BFSÍ) frá heimssambandinu World Archery (WA) í dag þess efnis að Sara Sigurðardóttir 19 ára úr Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi hafi náð prófi og Alþjóðlegum dómararéttindum. BFSÍ sendi Söru á World Archery Youth Judge seminar í Halifax Kanada 29 maí til 1 júní. Aðeins fjórir ungmenna dómarar náðu dómaraprófinu eftir námskeið heimssambandsins í Halifax og fengu titilinn WAYJ (World Archery Youth Judge) og Sara var ein af þeim.

Þetta er mikið afrek og tímamót í sögu BFSÍ og er partur af þeirri miklu uppbyggingu sem hefur verið á bogfimiíþróttum á Íslandi.

Sara er:

  • Yngsti alþjóðlegi dómari í heiminum í dag 19 ára
  • Næst yngsti dómari í sögu heimssambandsins World Archery
  • Fyrsti Íslenski dómari fyrir heimssambandið World Archery
  • Fyrsta Íslenska kona til að ná alþjóðlegum dómararéttindum
  • Fyrsti ungmenna Heimsdómari (WAYJ) á Norðurlöndum
  • Yngsti Íslendingur til þess að ná alþjóðlegum dómararéttindum
  • Ein af 14 dómurum á Norðurlöndum með Alþjóðleg dómararéttindi (2 af 14 eru Íslenskir)
  • Ein af 16 með World Archery Youth Judge réttindi

Sem er gífurlega flottur árangur hjá Söru. Yngsti sem hefur orðið WAYJ var Nanaka Matsuyama frá Japan 18 ára árið 2020. Fyrsti Íslendingur til þess að ná alþjóðlegum dómararéttindum í bogfimi var Guðmundur Örn Guðjónsson árið 2018 þegar hann náði prófi og réttindum heimsálfudómara Evrópusambandsins World Archery Europe 36 ára gamall.

Ungmenna heimsdómari og heimsálfudómari eru sambærileg dómarastig, en ungmenna heimsdómarar hafa réttindi til þess að dæma á fleiri alþjóðlegum stórviðburðum en heimsálfudómarar. Sem ungmenna heimsdómari á vegum Alþjóðabogfimisambandsins World Archery til ársins 2026 og getur Sara m.a. dæmt á Ólympíuleikum Ungmenna, HM/EM ungmenna og Heimsbikarmótum fullorðinna. Dómaraskírteinið hennar Söru verður afhent formanni BFSÍ á Heimsbikarmótinu í París 20-25 júní næstkomandi og honum falið að afhenda það formlega til Söru.

Fyrir námskeiðið í Halifax voru 12 ungmenna Heimsdómarar innan vébanda heimssambandsins World Archery, með þeim fjórum sem náðu prófi núna eru þeir í heildina orðnir 16. 13 dómarar voru á Norðurlöndum í heildina og hækkar því í 14 með viðbót Söru.

World Archery Youth Judge námskeið er haldið á fjögurra ára fresti fyrir einstaklinga á aldrinum 18-30 ára sem landssambönd mæla með og er hluti af “shortcutti” heimssambandins fyrir efnilega ungmenna dómara til þess að komast í alþjóðleg dómararéttindi. Að hámarki mega vera 80 dómara með Alþjóðleg dómara réttindi (International Judge), vegna þess hámarks fjölda er rúm áratugs bið eftir því að verða Alþjóðlegur dómari meðal heimsálfudómara. Það orsakaði einnig að aldur heimsdómara var sífellt að hækka og ekkert tækifæri fyrir efnilega unga dómara til að komast að nema með áratuga bið. Því skapaði World Archery þetta fyrirkomulag af Ungmenna Heimsdómurum (WAYJ) fyrir um áratug síðan.

Listi af öllum núverandi Ungmenna Heimsdómurum (sent með tölvupóst tilkynningu frá WA)

International Youth Judge
6814 Allik Taavo EST WAE M 1991 2018
7544 Andrew Logan NZL WAO M 1994 2018
27074 Arata Amamiya JPN WAAs M 1998 2018
45209 Bolta Petra SLO WAE W 2000 2022
27076 Buitenhuis Niels NED WAE M 1996 2018
2878 Cezar Klemen SLO WAE M 1992 2016
27077 De Mesquita Souza Ana Luiza BRA WAAm W 1996 2018
27078 Fahim Zahra IRI WAAs W 1991 2018
2867 Gajic Marusa SLO WAE W 1990 2016
27079 Matsuyama Nanaka JPN WAAs W 2000 2018
27080 Russel-Cowan Shannon GBR WAE W 1995 2018
14642 Shiwaku Yasuhiro JPN WAAs M 1990 2016
36301 Sigurdardottir Sara ISL WAE W 2003 2022
45210 Vodusek Metka SLO WAE W 2000 2022
45211 Yi Hannah USA WAAm W 2001 2022
18443 Zurbano Irati ESP WAE W 1997 2018

Við áætlum að fréttagreinar af námskeiðinu verði birtar á næstu dögum af World Archery en við vildum stinga fréttinni inn sem fyrst.


Mynd af Söru (H/M) frá EM innandyra 2022 í Lasko Slóveníu þar sem hún var í 5 sæti á EM U21 í liðakeppni ásamt Freyju Dís Benediktsdóttir (V/M) og Önnu Maríu Alfreðsdóttir (í miðju).

Til hamingju með árangurinn Sara.