Sámuel Peterson Norðurlandameistari í trissuboga, setti Norðurlandamet, landsliðsmet og tók silfur í liðakeppni til viðbótar

Sámuel Peterson tók gullið í einstaklingskeppni og varð því Norðurlandameistari í trissuboga U21 karla á Norðurlandameistaramóti ungmenna sem haldið var í Larvik Noregi síðustu helgi (30 júní-2 júlí).

Sámuel sigraði gull úrslitaleikinn gegn Jakob Lorentzen frá Danmörku 125-122 í beinni útsendingu á sunnudeginum. Brons leikurinn var haldinn á föstudeginum og var al Íslenskur þar sem Kaewmungkorn Yuangthong sigraði Daníel Baldursson Hvidbro 130-116.

Sámuel vann einnig silfur í liðakeppni á mótinu, sló tvö Norðurlandamet í liðakeppni og sló tvö landsliðsmet ásamt liðsfélögum sínum Eowyn Marie Mamalias og Freyju Dís Benediktsdóttir. Semsagt mjög árangursrík helgi hjá Sámuel, sem keppir með Íþróttafélaginu Akri á Akureyri.

Samantekt af árangri Sámuel Peterson á NM ungmenna:
(CU21 = Compound U21 = Trissubogi U21, M=karla, U=Unisex)

  • Gull CU21M
  • Silfur lið CU21U
  • Landsliðsmet CU21U – 1923 stig
  • Landsliðsmet CU21U útsláttarkeppni – 207 stig
  • Norðurlandamet lið CU21U – 1923 stig
  • Norðurlandamet lið CU21U útsláttur – 207 stig

https://bogfimi.smugmug.com/NUM-2023/i-Z4GdWpb/A

Vert er að geta að Sámuel er Færeyskur en býr á Íslandi ásamt kærustu sinni sem er Íslensk og einnig í íþróttinni. Sámuel skráði sig til keppni ásamt kærustu sinni fyrir Íþróttafélagið Akur sem er Íslenskt félag og var því settur af mótshöldurum í liðakeppni með Íslendingum. Liðakeppni á NM ungmenna er mjög opin og t.d. eru krakkar sem mæta afgangi og komast ekki í lið lands settir saman í Nordic Team og engin takmörk eru á fjölda liða frá hverju landi, svo að allir krakkarnir fái að taka þátt í liðakeppni til gamans. Sámuel er þó en formlega skráður sem landsliðsmaður fyrir Færeyjar innan raða World Archery og því er það í raun aðeins á NUM, vinaleikjum og sambærilegu þar sem Sámuel getur keppt fyrir “Íslands” hönd í liðakeppni, nema hann ákveði að færa sig formlega yfir til Íslands.

https://bogfimi.smugmug.com/NUM-2023/i-NfZbcsQ/A

Nánari upplýsingar um Norðurlandamótið og gengi Íslands er hægt að finna í frétt Bogfimisambands Íslands hér:

Fjórir Norðurlandameistarar, sjö Norðurlandamet og langur listi af öðrum verðlaunum/metum eftir sterka frammistöðu Íslands á NM ungmenna 2023