RIG Sveigbogi Reykjavík International Games 2016 Undankeppni Dagur 1

Þá er komið að keppni í Reykjavík International Games 2016.

4 erlendir keppendur eru á mótinu að þessu sinni, 3 búa á Íslandi og það kom einnig ein kanadísk kona sem býr í Mónakó.

Mótið gekk mjög vel, í sveigboga karla var þetta líklega með betri framistöðum Íslendinga að meðaltali þar sem 7 keppendur voru yfir 500 stigum af 600 hámark.

Dagur 1 er undankeppni þar sem skotið er 60 örvum á 18 metrum á 40cm skífu (tían er um 40mm á stærð) og heildarskorið raðar mönnum upp í útsláttarkeppnina á degi 2. Sá sem lifir lengst af í útsláttarkeppnina vinnur gullið.

Sveigboginn var fyrri part dags og er lokið núna og úrslitin orðin klár úr undankeppninni.

Skorin eru eftirfarandi.

Sveigbogi Karla.

1. Sigurjón Atli Sigurðsson – 570 Stig
2. Guðmundur Smári Gunnarsson – 559 Stig
3. Guðmundur Örn Guðjónsson – 548 Stig
4. Tómas Gunnarsson – 525 Stig
5. Carlos Gimenez – 523 Stig
6. Haraldur Gústafsson – 522 Stig
7. Jón Gunnarsson – 507 Stig
8. Ragnar Hafsteinsson – 485 Stig
9. Sólver Sólversson -368 Stig
10. Ingólfur Rafn Jónsson – 356  Stig

Sveigbogi Kvenna.

1. Kelea Josephine Alexandra Quinn – 548 Stig
2. Sigríður Sigurðardóttir – 463 Stig
3. Þórun Margrét Sigurðardóttir – 186 Stig

20160123_112133  20160123_112142

20160123_113826 20160123_112309