Reykjavík International Games 2017
RIG2017 í bogfimi verður haldið um helgina 28-29.mars í Bogfimisetrinu í Dugguvogi.
Nokkuð margir erlendir keppendur eru að taka þátt að þessu sinni og hefur aukist á hverju ári.
Það eru 20 keppendur frá Íslandi og 11 erlendir keppendur að keppa að þessu sinni.
Þáttaka erlendra keppenda hefur aukist á hverju ári og áhugi fyrir RIG í bogfimi erlendis hefur aukist gífurlega, enda eru margir erlendir einstaklingar sem vildu koma á mótið og voru búnir að hafa samband við mótshaldara sem ákváðu að sleppa því þetta árið vegna kostnaðar. Þannig að það má búast við mikilli aukningu í framtíðinni.
Einungis er keppt í einum aldursflokki, opnum flokki (senior).
Keppt er í 2 bogaflokkum Sveigboga (Recurve) og Trissuboga (Compound)
Keppnin fer fram þannig að skotið er 60 örvum í undankeppni. Skorið úr undankeppninni raðar keppendum svo upp í útsláttarkeppnina. Í útsláttarkeppninni (eða útrýmingarkeppninni) keppir maður á mót manni þar til aðeins einn stendur eftir sem sigurvegari.
Áhorfendur eru velkomnir.
https://www.facebook.com/RIG-Archery-Bogfimi-548962101903920
http://rig.is/index.php/archery
Í keppninni að þessu sinni verður hörð samkeppni fyrir Íslendingana að vinna mótið þar sem það eru nokkuð sterkir keppendur að koma erlendis frá í öllum flokkum. Íslendingar teljast sigurstranglegastir en það má ekki miklu muna.
Keppendur sem er vert að fylgjast með og eru líklegir til að negla medalíu á þessu móti eru
Astrid Daxböck Sveigboga Kvenna Ísland
Helga Kolbrún Magnúsdóttir Trissuboga Kvenna Ísland
Sigurjón Sigurðsson Sveigbogi Karla Ísland
Jogvan Niclasen Trissubogi Karla Færeyjar
Bernadette Diab Trissubogi Kvenna USA
Guðjón Einarsson Trissubogi Karla Ísland
Armelle Decaulne Sveigbogi Kvenna Frakkland
Kwesi Adedeji-Watson Sveigbogi Karla Jamaica
Mirjam Maria Vang Haraldsen Sveigbogi Kvenna Færeyjar
Aðrar skemmtilegar upplýsingar um mótið er hægt að finna í skjölunum hérna fyrir neðan.
Participant by country RIG2017