Ragnar Þór Hafsteinsson úr BFB Kópavogi var valinn sveigbogamaður ársins 2024 hjá Bogfimisambandi Íslands.
Ragnar átti flott ár vann bæði Íslandsmeistaratitil karla utandyra og innandyra í einstaklingskeppni í greininni. Hann vann einnig Íslandsmeistaratitlana með félagsliði sínu innandyra og utandyra, og sló Íslandsmetið í undankeppni með félagsliði sínu á báðum mótum. Ragnar var einnig efstur karla í sveigboga í keppni óháð kyni.
Ragnar hefur stundað íþróttina í um áratug. Þetta er í fyrsta sinn sem Ragnar hreppir titilinn sveigbogamaður ársins af BFSÍ. Ragnar tók sér hlé frá íþróttinni um skeið í kringum Covid, m.a. vegna barneigna og vinnu, en er nú að snúa aftur.
Helsti árangur Ragnars á árinu 2024:
- Íslandsmeistari karla ÍM24 innanhúss
- Íslandsmeistari karla ÍM24 utanhúss
- 2 sæti óháð kyni ÍM24 innanhúss
- 2 sæti óháð kyni ÍM24 utanhúss
- Íslandsmeistari félagsliðakeppni ÍM24 innanhúss
- Íslandsmeistari félagsliðakeppni ÍM24 utanhúss
- Íslandsmet félagsliðakeppni ÍM24 innanhúss
- Íslandsmet félagsliðakeppni ÍM24 utanhúss
Ragnar Þór með tvo Íslandsmeistaratitla og bráðabana frá þriðja
Ragnar Þór með tvo Íslandsmeistaratitla og bráðabana frá þriðja