Ragnar Þór Hafsteinsson í Boganum varð Íslandsmeistari í sveigboga karla á Íslandsmeistaramótinu síðustu helgi. Ragnar mætti Íslandsmeistara innandyra 2021 Haraldi Gústafssyni í SKAUST í gull úrslitaleiknum og endaði leikurinn 6-2 fyrir Ragnari og tók því Ragnar Íslandsmeistaratitilinn. Þetta er annar Íslandsmeistaratitil sem Ragnar vinnur en sá fyrsti var innandyra 2019.
Oliver Ormar Ingvarsson í Boganum keppti í brons úrslitaleiknum gegn Guðjóni Ragnarsyni í Hróa Hetti. Leikurinn var jafn og eftir 5 umferðir var staðan 5-5 og því þurfti bráðabana til að ákvarða sigurvegara leiksins og hver fengi bronsið. Ein ör nær miðju vinnur. Oliver hafði þar betur og skaut 8 á móti 6 frá Guðjóni og Oliver tók því bronsið á Íslandsmeistaramótinu innandyra 2022.
Ragnar og Haraldur mættust einnig í blandaðri liðakeppni þar sem Boginn og Skaust kepptu í gull úrslitaleiknum. Leikurinn var jafn og skiptust liðin á að taka stig. Eftir fjórar umferðir var staðan þó jöfn 4-4 og þurfti því bráðabana til þess að ákvarða sigurvegara, ein ör per keppanda hærra skorið vinnur titilinn. Lið Skaust hafði þar betur og skoraði 18 stig á móti 16 stigum hjá liði Bogans í bráðabananum og Skaust tók því Íslandsmeistaratitilinn í blandaðri liðakeppni (mixed team). Haraldur og Guðný slóu einnig íslandsmet í blandaðri liðakeppni sveigboga 50+ í undankeppni mótsins með skorið 1040.
Íslandsmeistaramótið var haldið í Bogfimisetrinu í Dugguvogi 2 Reykjavík helgina 5-6 mars. 44 keppendur tóku þátt á mótinu og keppt var á laugardeginum í berboga- og trissubogaflokkum og á sunnudeginum í sveigboga- og langbogaflokkum.
- Mögulegt er að finna heildarúrslit mótsins í úrslitakerfinu I@nseo á ianseo.net og í mótakerfi BFSÍ
- Livestream og önnur myndskeið er hægt að finna á Archery TV Iceland Youtube rásinni https://www.youtube.com/c/ArcheryTVIceland
- Fréttir af mótinu og almennt um bogfimi er hægt að finna á archery.is