Oliver Ormar Ingvarsson Íslandsmeistari með yfirburðum á Íslandsmóti ungmenna

Oliver Ormar Ingvarsson í BF Boganum sýndi mikla yfirburði á Íslandsmóti ungmenna yfir bæði innlendum og erlendum keppendum.

Í undankeppni var Oliver var með hæsta skorið á Íslandsmóti U21 og 50+ í sveigboga í öllum aldursflokkum. 535 stig sem er 7 stigum frá Íslandsmetinu í U21 sem hann er nýlega búinn að slá á öðru móti.

Í gull úrslitum um Íslandsmeistaratitil keppti Oliver á móti Aron Örn Lotsberg Olason úr ÍF Akri. Það var jafnt á strákunum og við upphafi síðustu lotu voru þeir jafnir 4-4 og því ljóst að síðasta lotan yrði úrslita lota. Þar tók Oliver perfect round 30 stig 10-10-10 á móti 22 stigum frá Aron sem tryggði Oliver fyrsta Íslandsmeistaratitilinn sinn. Georg Elfarsson í Skotfélagi Ísafjarðar tók bronsið.

Oliver vann einnig alþjóðlega hluta mótsins. Í undanúrslitum sló Oliver út Baldur Unason Árting frá Færeyjum og Aron sló út Sigfríður Gaardbo Lützen frá Færeyjum og því varð gull keppnin aftur á milli Olivers og Arons. Bronsið í sveigboga karla vann Sigfríður 6-2 á móti landa sínum Baldri.

Í gullinu byrjuðu strákarnir jafnir 1-1 og Aron náði svo forskoti 3-1. Í þriðju umferðinni ringdi tíum og Olvier tók fullkomna umferð 30 stig og Aron með 29 og staðan því jöfn aftur 3-3. Oliver tók umferð 4 og staðan því 5-3. Í síðustu munaði einu stigi á þeim 28-27 en það var ekki nóg Oliver þurfti bara jafntefli í lotuni til að sigra og því vann hann 7-3. Fór heim með 2 gull, Íslandsmeistari og open international.

Oliver keppti einnig í liðakeppni með Haraldi Gústafssyni úr SKAUST og Aron Örn Olason Lotsberg úr ÍF Akri í liðakeppni á móti Færeyjum. Færeyjar voru ekki með U21 karla lið en voru með 1 keppanda í 50+ flokki karla og var því tekið á ráð að setja saman vinaleik þar sem hæsti keppandi í 50+ flokki og 2 hæstu í U21 flokki frá hvorri þjóð myndu keppa saman sem lið.

Í vinaleiknum unnu okkar strákar öruggann sigur á Færeyingum 6-0. Það var sjáanlegt að það vantaði mikla reynslu í liðakeppni hjá Færeyingum og mörg gul spjöld gefin. Oftast er bara keppt í liðakeppni á mjög stórum alþjóðlegum mótum, EM, HM og slíku og því minni þjóðir eins og færeyjar og Ísland sem hafa minni reynslu af slíku.

Á Íslandsmótum  ef að alþjóðlegir keppendur keppa á mótinu er útsláttarkeppni skipt í 2 hluta eftir undankeppni. Alþjóðlega hluta þar sem alþjóðlegir keppendur geta keppt og Íslenska hluta þar sem keppt er um Íslandsmeistaratitil. Ef engir alþjóðlegir keppendur eru skráðir til keppni er bara 1 útsláttarkeppni um Íslandsmeistaratitil.

Ofan á allt þetta sá Oliver einnig um livestream af mótinu, þar voru einnig Dagur Örn Fannarsson og Guðrún Birna Pétursdóttir.

Íslandsmótið var haldið í Bogfimisetrinu í Reykjavík 16 febrúar af ný stofnuðu Bogfimisambandi Íslands.

Hægt er að finna heildarúrslit mótsins á ianseo.net og sjá beina útsendingu af úrslitum mótsins á archery tv Iceland rásinni á youtube.