Ný og uppfærð síð fyrir Archery.is er komin í loftið eins og þið sjáið er hún orðin töluvert einfaldari.
Það sem Archery.is vantar mest er fólk sem er tilbúið að skrifa stuttar greinar fyrir Archery.is um bogfimi á Íslandi. Hvað er frétt á archery.is? það er ekkert of smátt og ekkert of stórt til að það megi ekki koma fram á Archery.is, var einhver að slá persónulegt met, var félagið þitt að kaupa ný target, allt sem tengist bogfimi er frétt fyrir archery.is og best er ef fréttin er stutt.
Langar þig að hjálpa okkur og bogfimi á Íslandi sendu okkur þá línu á archery@archery.is og við búum til aðgang fyrir þig og tökum þig í smá kennslu. Það tekur um 15 mínútur að kenna þér á kerfið í gegnum síma. Kerfið er mjög einfalt.
Þægilegir fítusar eru til dæmis bogfimi dagastalið sem sýnir hvað er að gerast næst í bogfimi. Við búumst við því að fólk setji öll mót á Íslandi og öll stór mót frá world archery, archery europe og á norðurlöndum, og líka flott að setja þarna inn þjálfara og dómara námskeið og fleira og fleira.