Íslandsmót Utanhús 2014

Íslandsmótið utanhús fór framm dagana 25, 26 og 27 júlí og var samkeppnin hörð að þessu sinni

Íslandsmótinu í Bogfimi lauk í gær 27. júlí eftir mikla keppnis helgi.
Mótið var haldið í Leirdalnum í Grafarholti, þetta er í fyrsta skipti sem Íslandsmótið hefur verið haldið þar.

Mótinu var skipt í 3 bogaflokka Trissuboga, Sveigboga og Langboga.
Langbogakeppnin var haldin á Föstudag, Sveigbogakeppnin á Laugardaginn og keppninni lauk á Sunnudaginn með Trissubogaflokknum.
Mótið fer þannig fram að 72 örvum er skotið í undankeppni til að ákvarða hvar keppendur lenda í útsláttarkeppni. Í útsláttarkeppninni er það keppandi á móti keppanda og aðeins einn getur haldið áfram, það er gert þar til aðeins einn er eftir og er hann Íslandsmeistari.

Nýtt félag tók þátt að þessu sinni Bogfimifélagið Álfar frá Akureyri sem er nýlega komið inn í ÍSÍ

Mótið gekk vel fyrir sig og voru bestu veður aðstæður sem hafa verið nokkurtíma á Íslandsmóti utanhúss, enda sást það á skorinu, alls voru slegin 10 Íslandmet á mótinu, öll Íslandsmetin í fullorðinsflokkum voru slegin í öllum bogaflokkum og flest Íslandsmetin í yngri flokkunum.

Óskum öllum keppendum til hamingju með árangurinn.

 

 

Karlar Trissubogi
Guðjón Einarsson Silfurmedalía Boginn 655
Daníel Sigurðsson Bronsmedalía Boginn 653
Guðmundur Örn Guðjónsson Gullmedalía Álfar 649
Gunnar Þór Jónsson Boginn 606
Þorvaldur Guðlaugsson Boginn 589
Þorsteinn Halldórsson Boginn 584
Konur Trissubogi
Helga Kolbrún Magnúsdóttir Gullmedalía Boginn 654
Astrid Daxböck Silfurmedalía Boginn 397
Karlar Trissubogi U-21
Valur Pálmi Valsson Gullmedalía Boginn 568
Axel Dagur Björnsson Silfurmedalía Álfar 457
Konur Trissubogi U-15
Gabríela Íris Ferreira Gullmedalía Boginn 410
Karlar Trissubogi U-15
Guðjón Ingi Valdimarsson Gullmedalía Boginn 477
Konur Sveigbogi
Astrid Daxböck Gullmedalía Boginn 349
Margrét Einarsdóttir Bronsmedalía Boginn 148
Sigríður Sigurðardóttir Silfurmedalía Boginn 144
Karlar Sveigbogi
Carsten Tarnow Silfurmedalía Akur 574
Carlos Horacio Gimenez Bronsmedalía ÍFR 556
Sigurjón Atli Sigurðsson Gullmedalía ÍFR 544
Tómas Gunnarsson Umf. Efling 516
Þorvaldur Guðlaugsson Boginn 511
Guðmundur Örn Guðjónsson Álfar 504
Daníel Sigurðsson Boginn 504
Bastian Stange Drekinn 489
Björn Halldórsson ÍFR 421
Bjarni Baldvinsson Boginn 410
Tryggvi Þór Agnarsson ÍFR 410
Karlar Sveigbogi U-18
Ásgeir Ingi Unnsteinsson Gullmedalía Umf. Efling 389
Jóhannes Ingi Tómasson Silfurmedalía Umf. Efling 297
Karlar Sveigbogi U-15
Jón Valur Þorsteinsson Gullmedalía Boginn 470
Karlar Sveigbogi Byrjendur
Sigurður Sveinn Valgarðsson Gullmedalía Boginn 287
Konur Langbogi
Margrét Einarsdóttir Gullmedalía Boginn 519
Helga Kolbrún Magnúsdóttir Silfurmedalía Boginn 492
Astrid Daxböck Bronsmedalía Boginn 189
Karlar Langbogi
Guðjón Einarsson Gullmedalía Boginn 609
Ármann Guðmundsson Bronsmedalía Boginn 553
Björn Halldórsson Silfurmedalía ÍFR 534
Daði Freyr Ragnarsson Boginn 511
Guðmundur Örn Guðjónsson Álfar 509
Kjartan Árni Sigurðsson Boginn 468
Einar Skúlasson Boginn 453