Nói Barkarsson með 298 af 300 mögulegum á Youth Series og Íslandsmet.

Nói Barkarson sló Íslandsmetið í U18 trissuboga karla með skorið 587 af 600 mögulegum. Nói skoraði 289 í fyrri umferðinni og 298 stig af 300 mögulegum í seinni umferðinni!!! 2 stigum frá fullkomnu skori.

Nói átti metið sem hann sló sem var 579 stig.

Það er nýlega búið að breyta skífu fyrir U18 úr 40cm skífu í 60cm skífu en radíusinn á trissuboga 10 fór úr 1cm í 1,5cm sem er ekki mikil breyting.

Íslandsmetið í opnum flokki trissuboga karla á 40cm skífu er sama skor og Nói skoraði á 60cm skífu. Það met er elsta metið í Íslandsmetaskránni 11 ára gamalt. Og því er hægt að segja að Nói hafi verið hálfum cm frá Íslandsmetinu í opnum flokki lol. Það verður erfiður 1/2cm þar sem þeim mun nær fullkomnun sem maður kemst þeim mun erfiðara er að bæta sig.

Myndirnar eru eldri af utandyra mótum við gleymdum að taka almennilegar myndir á mótunum.

Pos.
Athlete
Country
18 m
18 m
Total
10
9
1 NÓI Barkarson ISL Iceland 289/ 1 298/ 1 587 47 13
2 EOWYN MARIE A. Mamalias ISL Iceland 288/ 2 287/ 2 575 35 25
3 KATRÍN BIRNA Hrafnsdóttir ISL Iceland 259/ 3 257/ 3 516 4 37

1 Trackback / Pingback

  1. Krakkar á uppleið í bogfimi. - Archery.is

Leave a Reply

Your email address will not be published.


*


Ert þú manneskja? * Time limit is exhausted. Please reload CAPTCHA.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.