Nói Barkarson Íslandsmeistari utandyra

Nói Barkarson í BF Boganum vann öruggann sigur í úrslitum trissuboga 136-127 gegn Alberti Ólafssyni í sama félagi á Íslandsmeistaramótinu í bogfimi í dag.

Albert var ríkjandi Íslandsmeistari frá árinu 2020 þar sem hann keppti í gull úrslitum gegn Alfreð Birgissyni úr ÍF Akri á Akureyri. En Alfreð tók brons á mótinu í dag.

Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill Nóa utandyra en hann vann titilinn innandyra í opnum flokki í fyrra og á því sem stendur bæði utandyra og innandyra titlana í trissuboga karla.

Íslandsmeistaramótið í bogfimi var haldið á hamranesvelli í Hafnarfirði í dag í ágætu veðri þó að það hafi verið í kaldari kantinum og vindurinn hafi sagt til sín nokkrum sinnum yfir daginn. Í dag var keppt í berboga og trissubogaflokki á morgun verður keppt í Ólympískum sveigboga.