Nóam Óli Stefáns í BF Hróa Hetti kom sá og sigraði trissuboga U16 á Íslandsmóti Ungmenna utanhúss um helgina. Mótið var haldið 27 Júní á Víðistaðatúní í Hafnarfirði af Bogfimisambandi Íslands.
Í gull úrslita leiknum sigraði Nóam örugglega 136-120 á móti Katrín Birnu Hrafnsdóttir úr sama félagi. Nóam var einnig Íslandsmeistari utandyra 2019 og varði því utandyra titilinn sinn frá því í fyrra.
Nóam var með hæsta skorið í trissuboga U16 undankeppninni 592 stig.
Sýnt var beint frá gull úrslitum á Íslandsmóti ungmenna og hér fyrir neðan er hægt að sjá gull úrslit hjá Nóam og Katrín. Hægt er að sjá úrslit á ianseo.net