Met skráning á Íslandsmót ungmenna og öldunga í bogfimi.

Met skráningar eru á Íslandsmót ungmenna og öldunga innanhúss, 80 skráningar bárust á mótið. Mótið verður haldið í Bogfimisetrinu 15-16 febrúar.

Vegna fjölda skráninga er skipulag mótsins fullt. Skráning á mótin opnaði fyrir 11 mánuðum og lokaði 1 febrúar. Fyrir 2 vikum höfðu aðeins borist 7 íslenskar skráningar á mótið en 13 skráningar bárust frá Færeyjum í alþjóðlega hluta mótsins og því greinilegt að Íslendingar eru á síðustu stundu með skráningar.

Til samanburðar bárust samtals 40 skráningar 2018 og 49 skráningar 2019 og því greinilegt að íþróttin er að vaxa mikið og hratt. Um 10% af öllum skráðum bogfimi iðkendum í Félagakerfi ÍSÍ (FELIX) eru skráðir á mótið sem er mjög hátt hlutfall.

Einnig er áætlað að gull keppnum í flestum aldurs- og bogaflokkum verði sýndar í beinni á youtube archery tv iceland. Það verður í fyrsta sinn sem það verður gert á Íslandsmótum ungmenna og öldunga en það er reglulega gert á Íslandsmótum í opnum flokkum. Sökum mikillar þátttöku á mótunum verður skipulagið frekar þétt og gæti þurft að sleppa einhverju til þess að koma öllu fyrir.

Hægt er að finna upplýsingar um mótin, bráðabirgða skipulag og þátttakendur hér.

Íslandsmót U16 og U18 á laugardeginum

Íslandsmót U21 og 50+ á sunnudeginum

Loka skipulag mótsins verður birt á þessum síðum á næstu dögum.