Marín Aníta Hilmarsdóttir valtar yfir Íslandsmetið aftur og Marín+Pétur tóku U16 blandaða liðametið með stórframför

Marín Aníta Hilmarsdóttir bætti Íslandsmetið í U16 sveigboga gífurlega aftur. Hún bætti metið um næstum 200 stig á Norðurlandameistaramóti ungmenna fyrir 2 mánuðum.

Núna bætti Marín það aftur um 40 stig úr 473 í 513 stig. Sem er töluverð bæting þar sem þeim mun hærra sem skorið er þeim mun erfiðara er að slá það.

Pétur Birgisson og Marín Aníta áttu Íslandsmetið í U16 blandaðri liðakeppni, þau slóu það saman á Íslandsmóti ungmenna í Júlí. Metið var 789 stig og þau skoruðu 1003 stig á mótinu núna!!! Sem er hækkun um 214 stig.

Pétur skoraði einnig PB á mótinu (Personal Best) í undankeppni sveigboga karla U16. Þrátt fyrir að örvasætið hans brotnaði í undankeppninni og veðrið sem var blautt, vindasamt og kalt.

Efnilegt fólk 🙂

Stóra Núpsmeistaramótið 2019 var haldið þessa helgi í Árnesi keppt var í sveigbogaflokkum í dag og trissuboga og berboga flokkum í gær.

Hægt er að finna heildar úrslit á ianseo.net