Marín Aníta Hilmarsdóttir sló Íslandsmetið (aftur) í U16 sveigboga kvenna flokki á Bogfimisetrið Youth Series í dag með skorið 572. Marín átti sjálf metið og það var 559 stig.
Til samanburðar fyrir þá sem þekkja ekki til næst hæsta skor sem nokkur stelpa á Íslandi hefur skorað í keppni í U16 sveigboga kvenna frá 534 stig og það met stóð í 6 ár. Marín sló það met í September á þessu ári með skorið 559 og er búin að bæta sig gífurlega síðan þá með skorið 572 af 600 mögulegum núna.
Þetta er síðasta árið sem Marín er að keppa í U16 flokki og það eru 2 ungmenna mót eftir á árinu. Bogfimisetrið Youth Series um miðjan Desember og Áramótamót Ungmenna í lok Desember.
Hve hátt getur hún ýtt metinu áður en hún fellur í næsta aldursflokk? Það verður spennandi fylgjast með því.
Hægt er að finna heildarúrslit hér http://www.ianseo.net/TourData/2019/6418/IC.php