Marín Aníta Hilmarsdóttir í BFB Kópavogi var valinn sveigbogakona ársins 2024 hjá Bogfimisambandi Íslands.
Marín Aníta átti magnað ár, hún keppti um brons á EM í liðakeppni í Króatíu í febrúar, þar sem munaði aðeins bráðabana við Moldóvu á því að hún ynni fyrstu verðlaun Íslands á HM/EM í meistaraflokki. Marín endaði í 9 sæti í einstaklingskeppni á mótinu. Marín vann Norðurlandameistaratitilinn í U21 flokki á NM ungmenna í Danmörku. Marín vann Íslandsmeistaratitilinn utandyra og skoraði hæsta skor ársins í sveigbogaflokki bæði innandyra og utandyra. Samtals vann hún 8 Íslandsmeistaratitla og sló 5 Íslandsmet. Hún átti góða frammistöðu í Evrópubikarmótaröð ungmenna þar sem hún endaði meðal 20 efnilegustu U21 sveigboga kvenna í Evrópu og vann til verðlauna á nokkrum öðrum alþjóðlegum mótum t.d. Bulgarian Open.
Þetta er í fimmta árið í röð sem Marín er valin sveigbogakona ársins af BFSÍ.
Helsti árangur Marínar á árinu 2024:
- Norðurlandameistari U21
- Íslandsmeistari óháð kyni ÍM24 utanhúss
- Íslandsbikarmeistari innanhúss
- Íslandsmeistari félagsliða utandyra
- Íslandsmeistari félagsliða innandyra
- Íslandsmeistari kvenna U21 utandyra
- Íslandsmeistari kvenna U21 innandyra
- Íslandsmeistari óháð kyni U21 utandyra
- Íslandsmeistari óháð kyni U21 innandyra
- Íslandsmeistari félagsliðakeppni U21 innandyra
- Silfur kvenna ÍM24 innanhúss
- Silfur kvenna ÍM24 utanhúss
- 3 sæti óháð kyni ÍM24 innanhúss
- 4 sæti EM24 Króatía innandyra liðakeppni
- 9 sæti EM24 Króatía innandyra einstaklingskeppni
- 17 sæti á EM utandyra liðakeppni
- 19 sæti í Evrópubikarmótaröð ungmenna
- 33 sæti á EM U21 utandyra
- 33 sæti á Evrópubikarmóti
- 57 sæti á undankeppnismóti Ólympíuleika
- 57 sæti á EM utandyra einstaklingskeppni
- 17 sæti Evrópubikarmót U21
- 33 sæti Veronicas Cup
- Silfur Bulgarian Open
- 3 Íslandsmet með félagsliði
- 2 Íslandsmet með landsliði