Marín Aníta Hilmarsdóttir sveigbogakona ársins 2024 fimmta árið í röð

Marín Aníta Hilmarsdóttir í BFB Kópavogi var valinn sveigbogakona ársins 2024 hjá Bogfimisambandi Íslands.

Marín Aníta átti magnað ár, hún keppti um brons á EM í liðakeppni í Króatíu í febrúar, þar sem munaði aðeins bráðabana við Moldóvu á því að hún ynni fyrstu verðlaun Íslands á HM/EM í meistaraflokki. Marín endaði í 9 sæti í einstaklingskeppni á mótinu. Marín vann Norðurlandameistaratitilinn í U21 flokki á NM ungmenna í Danmörku. Marín vann Íslandsmeistaratitilinn utandyra og skoraði hæsta skor ársins í sveigbogaflokki bæði innandyra og utandyra. Samtals vann hún 8 Íslandsmeistaratitla og sló 5 Íslandsmet. Hún átti góða frammistöðu í Evrópubikarmótaröð ungmenna þar sem hún endaði meðal 20 efnilegustu U21 sveigboga kvenna í Evrópu og vann til verðlauna á nokkrum öðrum alþjóðlegum mótum t.d. Bulgarian Open.

Þetta er í fimmta árið í röð sem Marín er valin sveigbogakona ársins af BFSÍ.

Helsti árangur Marínar á árinu 2024:

  • Norðurlandameistari U21
  • Íslandsmeistari óháð kyni ÍM24 utanhúss
  • Íslandsbikarmeistari innanhúss
  • Íslandsmeistari félagsliða utandyra
  • Íslandsmeistari félagsliða innandyra
  • Íslandsmeistari kvenna U21 utandyra
  • Íslandsmeistari kvenna U21 innandyra
  • Íslandsmeistari óháð kyni U21 utandyra
  • Íslandsmeistari óháð kyni U21 innandyra
  • Íslandsmeistari félagsliðakeppni U21 innandyra
  • Silfur kvenna ÍM24 innanhúss
  • Silfur kvenna ÍM24 utanhúss
  • 3 sæti óháð kyni ÍM24 innanhúss
  • 4 sæti EM24 Króatía innandyra liðakeppni
  • 9 sæti EM24 Króatía innandyra einstaklingskeppni
  • 17 sæti á EM utandyra liðakeppni
  • 19 sæti í Evrópubikarmótaröð ungmenna
  • 33 sæti á EM U21 utandyra
  • 33 sæti á Evrópubikarmóti
  • 57 sæti á undankeppnismóti Ólympíuleika
  • 57 sæti á EM utandyra einstaklingskeppni
  • 17 sæti Evrópubikarmót U21
  • 33 sæti Veronicas Cup
  • Silfur Bulgarian Open
  • 3 Íslandsmet með félagsliði
  • 2 Íslandsmet með landsliði

Marín Aníta Hilmarsdóttir Bikarmeistari BFSÍ 2024

Marín Aníta Hilmarsdóttir Bikarmeistari BFSÍ 2024

Marín Aníta Hilmarsdóttir Bikarmeistari BFSÍ 2024

Marín Aníta Hilmarsdóttir Bikarmeistari BFSÍ 2024

Marín Aníta Hilmarsdóttir Bikarmeistari BFSÍ 2024

Marín Aníta Hilmarsdóttir Bikarmeistari BFSÍ 2024

Marín Aníta Hilmarsdóttir Bikarmeistari BFSÍ 2024

Marín Aníta Hilmarsdóttir Bikarmeistari BFSÍ 2024

Marín Aníta Hilmarsdóttir Bikarmeistari BFSÍ 2024