Marín Aníta Hilmarsdóttir tók gullið í einstaklingskeppni og varð því Norðurlandameistari í sveigboga U21 kvenna á Norðurlandameistaramóti ungmenna sem haldið var í Larvik Noregi síðustu helgi (30 júní-2 júlí).
Marín var efst í undankeppni NM í sveigboga kvenna U21 með 624 stig, sem er bæði Norðurlandamet og Íslandsmet. Marín vann sig svo auðveldlega upp í gull úrslitaleikinn í útsláttarkeppninni.
https://bogfimi.smugmug.com/NUM-2023/i-nDRwV5k/A
Marín sigraði gull úrslitaleikinn örugglega gegn Freya Andersen frá Svíþjóð 7-1 í beinni útsendingu á sunnudeginum, en vindurinn í gull úrslitaleikjunum var töluverður. Brons leikurinn var haldinn á föstudeginum þar sem Linda Mortensen frá Danmörku tók bronsið gegn landa sínum Nadine Balland.
Marín vann einnig brons í liðakeppni á mótinu og sló landsliðsmet sveigboga U21 ásamt liðsfélögum sínum Höllu Sól Þorbjörnsdóttir og Mels Tanja Pampoulie. Semsagt mjög árangursrík helgi hjá Marín, sem keppir með Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi.
https://bogfimi.smugmug.com/NUM-2023/i-QQGX7LG/A
Samantekt af árangri Marínar á NM ungmenna 2023:
- Norðurlandameistari sveigboga kvenna U21
- Norðurlandamet sveigboga kvenna U21 – 624 stig
- Íslandsmet sveigboga kvenna U21 – 624 stig
- Brons sveigboga lið U21 (unisex)
- Landsliðsmet sveigboga U21 (unisex) – 1555 stig
https://bogfimi.smugmug.com/NUM-2023/i-VrvK7nf/A
Vert er að geta að Marín flaug beint til Noregs til þess að keppa á NM ungmenna frá Evrópuleikunum í Póllandi á vegum ÍSÍ (“Ólympíuleikum Evrópu” ef slíkt má kalla). Marín var því talin sigurstranglegust í sínum flokki á NM ungmenna eftir að vera að keppa meðal þeirra bestu (fullorðinna) í Evrópu vikunni áður. Þetta er annar Norðurlandameistara titill Marínar, þar sem hún vann U18 flokkinn árið 2021, en hún tók ekki þátt í NM ungmenna 2022 vegna fjölskyldu og fjárhagsstöðu.
Nánari upplýsingar um Norðurlandamótið og gengi Íslands er hægt að finna í frétt Bogfimisambands Íslands hér: