Marín Aníta Hilmarsdóttir í 9 sæti á Evrópubikarmótinu og undankeppni Evrópuleikana

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Marín Aníta Hilmarsdóttir endaði í 9 sæti á Evrópubikarmótinu í Bretlandi í síðustu viku.

  • 9 sæti í liðakeppni Evrópubikarmótsins (3kvk)
  • 9 sæti í liða undankeppni Evrópuleikana (3kvk)
  • 9 sæti í einstaklings undankeppni Evrópuleikana
  • 57 sæti í einstaklingskeppni Evrópubikarmótsins
Sveigboga kvenna liðið í leiknum gegn Þýskalandi. Astrid á skotlínu, Valgerður er næst í röðinni, Marín öftust og sést glitta í þjálfara aftast

Eftir undankeppni mótsins keppti Marín ásamt sveigboga kvenna liðinu (3 kvk) í 16 liða úrslitum gegn sterkasta liði í heiminum Þýskalandi. Aðeins munaði 1 stigi að Íslandi hafi jafnað fyrsta settið gegn sterkasta liði í heiminum 49-48, en þær Þýsku tóku settið og þar með 2 stig. Þær Þýsku tóku næstu tvö sett af öryggi og tóku sigurinn 6-0 gegn okkar stelpum. Marín endaði því í 9 sæti ásamt liðsfélögum sínum Astrid Daxböck og Valgerði Einarsdóttir Hjaltested.

Mynd af liðunum eftir leikinn. Frá hægri: Astrid Daxböck, Marín Aníta Hilmarsdóttir og Valgerður E. Hjaltested

Á Evrópuleikum er einnig gefin þátttökuréttur fyrir þjóðir í liðakeppni í sveigboga. Marín keppti því einnig með liðsfélögum sínum í 16 liða úrslitum sveigboga kvenna í undankeppni um þátttökurétt á Evrópuleikana á móti Hollandi. Þar tóku þær Hollensku fyrstu þrjú settin og því sigurinn 6-0.

Ísland og Holland á skotlínu í undankeppni mótsins. Ásamt þeim voru Ísrael og Írland einnig á sömu skotmörkum í undankeppni og skiptust á að skjóta í AB-CD formi

Marín keppti einnig tvisvar í einstaklingskeppni á mótinu einu sinni á Evrópubikarmótinu og einu sinni sem hluta í European Games Qualification Tournament, sem er sér mót en haldið til hliðar við Evrópubikarmótið. Þar var keppt um síðustu þátttökurétti á Evrópuleikana 2023 sem átti eftir að úthluta.

Mynd áður en að leikur Hollands og Íslands byrjaði í 16 liða úrslitum um þátttökurétt á Evrópuleikana.

Á Evrópubikarmótinu keppti Marín gegn Elena Petrou frá Kýpur. Þar vann sú Elena fyrstu tvö settin, stelpurnar jöfnuðu þriðja settið og Elena tók svo fjórða settið og sigurinn 7-1. Marín var því sleginn út og endaði í 57 sæti Evrópubikarmótsins.

Marín og Elena í leiknum sínum á Evrópubikarmótinu

Á undankeppnismóti um þátttökurétt á Evrópuleikana 2023 keppti Marín fyrst á móti Maxine Pichonnaz frá Sviss. Leikurinn var jafn en Marín sló Svissnesku út og tók sigurinn 6-4, Marín hélt því áfram í 16 manna úrslit. Þar mætti Marín Simone Gerster sem var einnig frá Sviss, en þar átti sú Svissneska betri umferðir og tók leikinn í þrem settum 6-0. Marín var því slegin út og endaði í 9 sæti í undankeppni Evrópuleikana og náði því ekki að vinna þátttökurétt fyrir Ísland að þessu sinni. Vert er þó að geta að keppendur sem enduðu í 9 sæti frá þeim þjóðum sem áttu ekki keppanda í topp 8 í þessari keppni þurftu að keppa sín á milli í second chance tournament um síðustu þátttökurétti á Evrópuleikana. En þar sem Ísland var þegar komið með þátttökurétt keppti Marín ekki í þeim hluta keppninnar. Þátttökuréttur á stóra leika s.s. Evrópuleika eða Ólympíuleika er unninn fyrir þjóðina en ekki fyrir íþróttamanninn og því alltaf betra að vera með marga íþróttamenn sem geta unnið þátttökuréttinn til að auka líkur á því að fá hann. Marín er ein af þeim sem hjálpaði Íslandi að vinna þátttökurétt.

Það var ansi kalt og vindasamt suma dagana og þá var útlitinu fórnað fyrir húfuna alræmdu. Flott mynd af Marín þar sem strengurinn er á fleygi ferð eftir skotið

 

Evrópubikarmótið var haldið í Lilleshall Sports Centre í Bretlandi 2-8 apríl. Svæðið er eitt af þremur National Training Centers í Bretlandi og er heimasvæði Breska bogfimisambandsins og landsliða þeirra. Veðrið var mjög breytilegt á milli daga eins og sést á mörgum myndunum. Sumir dagarnir voru fínir Íslenskir sumar dagar, aðrir voru við frostmark, kaldir, rigning, vindur og allt þar á milli (svona klassískt Íslenskt sumar, breytist eftir 5 mínútur)

Mögulegt er að finna frekari upplýsingar um mótið hér:

Gott gengi okkar keppenda á Evrópubikarmótinu í Bretlandi og einn þátttökuréttur á European Games kominn í hús

 

Yfir 400 keppendur frá 40 þjóðum eru að keppa á Evrópubikarmótinu i Lilleshall Bretlandi