Maria Kozak Norðurlandameistari í berboga

Maria Kozak tók gullið í einstaklingskeppni og varð því Norðurlandameistari í berboga U18 kvenna á Norðurlandameistaramóti ungmenna sem haldið var í Larvik Noregi síðustu helgi (30 júní-2 júlí).

Maria sigraði gull úrslitaleikinn af miklu öryggi 6-2 gegn Stina Wermelin frá Svíþjóð. Annika Hansen frá Danmörku tók bronsið eftir 7-3 sigur á Roczo Bernadett frá Noregi í brons úrslitum.

María vann einnig silfur í liðakeppni á mótinu, semsagt mjög árangursrík helgi hjá Maria sem er Súgfirðingur (Suðureyri við Súgandafjörð) sem keppir með SkotÍs á Ísafirði.

https://bogfimi.smugmug.com/NUM-2023/i-bSKZzfM/A

Þetta er fyrsta landsliðsverkefni sem Maria tekur þátt í og hún er að íhuga að fara á EM innandyra í U21 flokki. En það mót verður haldið í Króatíu í febrúar.

Nánari upplýsingar um Norðurlandamótið og gengi Íslands er hægt að finna í frétt Bogfimisambands Íslands hér:

Fjórir Norðurlandameistarar, sjö Norðurlandamet og langur listi af öðrum verðlaunum/metum eftir sterka frammistöðu Íslands á NM ungmenna 2023