Margrét Einarsdóttir.

Þú heitir?
Margrét Einarsdóttir

Við hvað starfaðu?
Ég er Rekstrarstjóri, Þjálfari og kennari í Bogfimisetrinu í Kópavogi. Formaður Íþróttafélaginu Freyja, meðstjórnandi í boganum og í nefnd Bogfiminefndar ÍSÍ. Svo er ég líka samfélagstúlkur hjá Alþjóðahúsi.

Menntun þín?
Ég er lærður leikskólaliði, að nema sjúkraliðanám, með ÍSÍ þjálfarastig, lærð sem aðstoðarmanneskja dýralæknis ásamt ýmsu öðru.

Hvar býrðu og/eða hvaðan ertu?
 
Ég bý í Breiðholtinu og er Breiðhyltingur frá æsku. Ég bjó einnig í Portúgal í einhver ár bæði í borg og sveit þar sem ég var að sýna og rækta hunda.

Uppáhalds drykkurinn?

Eiginlega enginn sérstakur. Mér finnst gos fínt, rautt ágætt og bjór nokkuð góður. Ú jú kanski Dr.Pepper og Cherry Cola ;o)

Ertu í sambandi?

Jebb! Ég er í sambandi með frábærum hesta- og veiði kalli sem ég er loks búin að smita af bogfimipöddunni ;o)

Hvað hefurðu stundað bogfimi lengi?

Ég reyndi bogfimi í fyrsta sinn árið 2005 í Portúgal en gaf því ekki mikinn gaum. Svo kynntist ég bogfimi í alvöru áður en setrið opnaði og hjálpaði brósa(Guðjóni) og Gumma að standsetja salinn. Eins og flestir byrjaði ég á sveigboga og er nú með einn af hvoru.

Í hvaða bogfimifélagi ertu?

Ég er í Boganum og Freyju

Hver er þín uppáhalds bogategund?

Ég hef gaman af öllum bogunum. Þeir eru mjög misjafnir en allir sérstakir. Ég hef mestan tíma núna fyrir langbogann minn og finnst algert æði að skjóta af honum.

Hvaða boga ertu mest að skjóta núna, hvaða tegund og hvaða dragþyngd er hann osfrv?

Ég er að skjóta af Ragim Wolf 35.lbs. langboga og nota traditional axis600 örvar með honum.  Úlfurinn minn situr vel í hendi og er mjög þíður

Eftirminnilegasta atvikið í bogfiminni?

Fyrsta sinn sem ég átti að kenna námskeið. Ég var svo stressuð að ég var næstum í tárum. Gummi kom og bjargaði mér. En nú kenni ég námskeið eins auðveldlega og að drekka vatn.

Hvað mætti gera betur í bogfimi á Íslandi?

úff.. það er enn nóg að gera. Fast útisvæði væri skemmtileg byrjun.

Hvað er gert vel í bogfimi á Íslandi?

BOGFIMISETRIN!!
Og svo auðvitað hvað fólkið sem er í bogfimi er duglegt að vera með og hjálpa hvort öðru.


Hver er þinn helsti keppinautur?

Ég er minn helsti keppinautur og þrjóskan í mér. Handleggurinn á mér þjáðist fyrir það þegar ég byrjaði!

Hvert er markmiðið þitt?

Lifa daginn af hahaha.. nei annars er það bara að bæta mig og finna meiri tíma til þess að æfa.

Um þig (lýstu þér sjálfum í nokkrum orðum, eins og til dæmis þinn besti árangur í bogfimi, hvað finnst þér skemmtilegt að gera eða borða eða hvað sem er sem lýsir þér)?

Ég er vinur vina minna og ætlast til þess sama af öðrum. Ég er trú og traust og lýg ekki. Ég er ákveðin en viðurkenni mistök og er mjög samviskusöm. Hmm matur, ítalskur, indverskur, kínverskur, sushi..! Gera.. Ég er svolítið mikið fyrir hestana og finnst gaman að fara á gæs eða rjúpu og útilegur.
Besti árangur í bogfimi 447stig á 60cm skífu með úlfinum mínum!


Eru einhver önnur skilaboð sem þú vilt koma til þeirra sem þetta lesa?

Við erum öll góðir vinir hér í bogfiminni. Ef þig vantar einhverja aðstoð með hvað sem er endilega pikkaðu í okkur. Bogfimi er best ;o)

Dettur þér einhver önnur skemmtileg spurning sem mætti vera á þessum spurningalista?

Nei þetta er sko barista flott!